Litlu jólin í fyrramálið að öllu óbreyttu – fylgist með fréttum

Kæru nemendur, forráðamenn og starfsmenn

Veðrið og færðin hefur heldur betur verið að leika landann grátt í dag og síðustu daga.

Í fyrramálið, þriðjudaginn 20. desember kl. 8:40, verða litlu jólin hjá okkur í Stekkjaskóla að öllu óbreyttu.

Skólastjórnendur grunnskólanna í Árborg munu funda eldsnemma í fyrramálið og taka stöðuna varðandi færð og veður. Ef einhverjar breytingar verða á fyrirhuguðum skemmtunum munum við senda póst til ykkar um kl. 7:00 í fyrramálið og setja tilkynningar á heimasíður skólanna. Við biðjum ykkur því að fylgjast vel með áður en þið sendið börnin ykkar í skólann.

Þegar veðrið er eins og það var í dag er það alltaf ákvörðun forráðamanna hvort þeir senda börnin í skólann eða halda þeim heima.

Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum tilmælum frá yfirvöldum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Veðurfar og aðstæður geta verið mismunandi eftir hverfum og breyst skjótt með ófyrirséðum hætti.

Mikilvægt er að fólk fari ekki af stað til skóla eða vinnu ef það treystir sér ekki eða er vanbúið til farar, t.d. ef bifreið er ekki búin til vetraraksturs.

Með bestu kveðju,
Hilmar Björgvinsson skólastjóri