Skólakynningar

Miðvikudaginn 2. júní og mánudaginn 7. júní verða skólakynningar fyrir forráðamenn barna sem fara í  Stekkjaskóla næsta haust. Þar munu skólastjórnendur kynna skólastarfið á komandi vetri, húsnæði og skólalóð.

Kynningin fyrir forráðamenn nemenda 1. bekkja verður jafnframt fyrir nemendur í þessum eina árgangi.  Kynningin fyrir 1. bekk verður í austurrými Vallaskóla, gengið inn frá Engjavegi og kynningarnar fyrir 2.-4. bekk verða í þjónustumiðstöð aldraðra, nýlegum sal að Grænumörk 5.

Skólakynningarnar verða á eftirfarandi tímum:

Miðvikudaginn 2. júní 

Kl. 15:00-16:30 1. bekkur – árgangur 2015

Mánudagurinn 7. júní

Kl. 15:00-16:00 2. bekkur – árgangur 2014

Kl. 16:30-17:30 3. bekkur – árgangur 2013

Kl. 18:00-19:00 4. bekkur – árgangur 2012

Sjá nánar bréf sem fór heim til forráðamanna í dag.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin í dag af framkvæmdum við skólabyggingu Stekkjaskóla að Heiðarstekk 10.