Skemmtileg litlu jól

Það voru glaðir nemendur sem mættu prúðbúnir á litlu jólin þann 20. desember síðasliðinn.  Þeir mættu til að byrja með á stofujól á heimasvæðið sínu með bekkjarsystkinum sínum og starfsmönnum og áttu þar notarlegaog gleðilega stund saman. Jólasögur voru lesnar víða og smákökur borðaðar.

Jólaballið var haldið að þessu sinní í hátíðarsal skólans þar sem hljómsveit frá Tónlistarskóla Árnesinga lék fyrir dansi. Fjórir söngelskir kennarar leiddu sönginn og tóku nemendur og starfsmenn vel undir.  Það vakti heldur betur kátínu þegar þrír jólasveinar birtust skyndilega á ballinu með góðgæti í pokunum sínum. Að loknu jólaballinu gáfu þeir öllum nemendum mandarínur. Þetta voru góð litlu jól og héldu nemendum brosandi heim í jólafríið sitt.