Öskudagur og vetrarfrí framundan

Á morgun, miðvikudaginn 14. febrúar, er öskudagurinn. Það má gera ráð fyrir því að það verði líf og fjör í skólanum eins og undanfarin ár. Við hvetjum nemendur og starfsmenn til að mæta í búningum og gera sér glaðan dag. Við minnum nemendur á að geyma leikfangavopnin sín heima. Sundkennsla fellur niður á morgun og verður smá uppbrot á skólastarfinu yfir daginn en að mestu leyti verður hefðbundin kennsla.  

 Dagurinn byrjar á söngstund í matsalnum undir stjórn Lilju Írenu tónmenntakennara. Nemendur verða sóttir inn á svæði í fyrramálið til að koma í veg fyrir árekstra. 

 Eins verða stöðvar í fjölnotasalnum þennan dag fyrir hvern árgang sem íþróttakennararnir sjá um. Hver árgangur fær 40  mínútur í salnum. 

 Kennslu lýkur hjá okkur kl. 13:10 þennan dag eins og undanfarin ár. Þá fara nemendur sem eru skráðir í frístund þangað og sveitarútan fer kl. 13:15. 

 

Vetrarfrí 

Mánudaginn 19. febrúar og þriðjudaginn 20. febrúar er vetrarfrí og því engin kennsla. Njótið þess að vera í fríi þessa daga.