Hinsegin vika í Árborg

Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn í sveitarfélaginu, vikuna 26. febrúar til 1. mars. Starfsmenn og nemendur Stekkjaskóla munu taka þátt í vikunni.

Við ætlum að hafa Regnbogadag í Stekkjaskóla föstudaginn 1. mars og hvetjum alla að mæta í litríkum fötum þann daginn.

Allir nemendur í 1. bekk fá síðan bókina „Vertu þú!“ að gjöf frá forvarnateymi Árborgar í samstarfi við Íslandsbanka og Landsbankann.

Í tilefni hinsvegin vikunnar færði forvarnarteymi Árborgar starfsfólki sveitarfélagsins regnbogabönd að gjöf. Starfsfólk er hvatt til að bera regnbogabandið alla daga ársins til að minna á mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum og stuðla að öryggi og sýnileika, ásamt bættri stöðu fyrir öll í samfélaginu.

Markmið hinsegin vikunnar er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg.

Til upplýsinga þá verður Teams fyrirlestur um hinseginleikann mánudaginn 26. febrúar kl. 20:00.  Hér má sjá upplýsingar um viðburðinn.

Eins verður Margrét Tryggvadóttir rithöfundur á Bókasafni Árborgar fimmtudaginn 29. febrúar og kynnir bækurnar sínar. Sjá hér.

Að lokum er hér áhugaverð frétt í Dagskránni um hinsegin vikuna.