Skertur skóladagur fimmtudaginn 7. mars

Fimmtudaginn 7. mars er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá um kl. 13:00. Kennarar og aðrir uppeldismenntaðir starfsmenn í grunnskólum Árborgar verða með sameiginlega dagskrá eftir hádegi í Vallaskóla. Dagskráin er tileinkuð upplýsingatækni í skólastarfi og hefur undirbúningshópur úr öllum skólunum haft veg og vanda að skipulaginu. Allir nemendur fara heim …

Skertur skóladagur fimmtudaginn 7. mars Read More »

Hinsegin vika í Árborg

Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn í sveitarfélaginu, vikuna 26. febrúar til 1. mars. Starfsmenn og nemendur Stekkjaskóla munu taka þátt í vikunni. Við ætlum að hafa Regnbogadag í Stekkjaskóla föstudaginn 1. mars og hvetjum alla að mæta í litríkum fötum þann daginn. Allir nemendur í 1. bekk fá síðan bókina „Vertu …

Hinsegin vika í Árborg Read More »

Pínulitla Mjallhvít

Leikhópurinn  Lotta heimsótti Stekkjaskóla miðvikudaginn 7. febrúar með sýninguna Pínulitla Mjallhvít.  Leikritið var sýnt fyrir nemendur í 1.-4. bekk. Um var að ræða skemmtilega 30 mínútna sýningu sem var unnin uppúr sögunni um  Mjallhvíti og dvergunum sjö.   Sagan var sett upp í nýjan og frumlegan búning,  prýdd fallegum boðskap, frábærum húmor og góðum lögum.   Óhætt er …

Pínulitla Mjallhvít Read More »

Gosmökkurinn sást frá Stekkjaskóla

Eld­gosið sem hófst að morgni miðvikudagsins 8. fe­brú­ar milli Sund­hnúks og Stóra-Skóg­fells sást víða að. Nemendur og starfsmenn Stekkjaskóla sáu vel birtuna og reykjarmökkinn frá eldgosinu af efri hæð skólans. Margir nemendur fóru upp á efri hæðina og gátu séð þessi sögulegu tíðindi. Þetta var þriðja gosið í grennd við Grindarvík og eitt stysta gosið …

Gosmökkurinn sást frá Stekkjaskóla Read More »

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024 – 2025

Innritun barna sem eru fædd árið 2018 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2024 fer fram á Mín Árborg til 20. febrúar næstkomandi.  Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan ásamt upplýsingum um skólahverfi á Skólaþjónusta. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar …

Innritun í grunnskóla skólaárið 2024 – 2025 Read More »

Kór Stekkjaskóla

Í næstu viku hefjast æfingar hjá kór Stekkjaskóla. Kórinn verður fyrir nemendur í 4.-6. bekk og verða kóræfingar á fimmtudögum kl. 9:30-10:30. Kórstjórar verða: Stefán Þorleifsson kórstjórnandi, tónlistarkennari og eigandi Tónsmiðju Suðurlands og Alexander Freyr Olgeirsson gítarleikari, tónlistarkennari og forstöðumaður frístundarklúbbsins Klettsins Stefán og Alexander komu í skólann í vikunni og  kynntu  fyrir nemendum í …

Kór Stekkjaskóla Read More »

Starfsmenn óskast í Stekkjaskóla

Stekkjaskóli leitar eftir öflugu starfsfólki sem er tilbúið að taka þátt í skólaþróun og byggja upp farsælt skólastarf í nýjum grunnskóla.  Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag. Hér með eru auglýstar eftirfarandi stöður. Grunnskólakennari – kennsla nemenda með íslensku sem annað tungumál Stuðningsfulltrúi Sérfræðingur, …

Starfsmenn óskast í Stekkjaskóla Read More »

Gleðileg jól og farsælt komandi ár

Starfsfólk Stekkjaskóla óskar nemendum, forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða. Kennsla hefst á nýju ári miðvikudaginn 3. janúar 2023. samkvæmt stundatöflu. Skrifstofa skólans er lokuð vegna jólaleyfis frá og með fimmtudeginum 21. desember til þriðjudagsins 2. …

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Read More »

Skemmtileg litlu jól

Það voru glaðir nemendur sem mættu prúðbúnir á litlu jólin þann 20. desember síðasliðinn.  Þeir mættu til að byrja með á stofujól á heimasvæðið sínu með bekkjarsystkinum sínum og starfsmönnum og áttu þar notarlegaog gleðilega stund saman. Jólasögur voru lesnar víða og smákökur borðaðar. Jólaballið var haldið að þessu sinní í hátíðarsal skólans þar sem …

Skemmtileg litlu jól Read More »