Starfs- og foreldradagar verða fimmtudaginn 30. janúar og föstudaginn 31. janúar í Stekkjaskóla. Þessa daga mun nemendafélag skólans standa fyrir vöfflukaffi og lengd viðvera verður í frístundinni Bjarkarbóli fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir.
Útför starfsmanns
Útför Soffíu Magnúsdóttur stuðningsfulltrúa fer fram næstkomandi föstudag. Þá kveðjum við yndislegan samstarfsmann❤️. Blessuð sé minning hennar. Vegna útfarar Soffíu verða færri nemenda- og foreldraviðtöl á föstudaginn en fyrirhugað var. Í staðinn verða fleiri viðtöl tekin á fimmtudaginn.
Fimmtudagur 30. janúar – starfsdagur
Þennan dag eru starfsmenn í ýmsum undirbúningi og umsjónarkennarar með nemenda- og foreldraviðtöl.
Föstudagur 31. janúar – nemenda- og foreldradagur
Á föstudaginn er nemenda- og foreldradagur þar sem umsjónarkennarar hitta nemendur ásamt forráðamönnum.
Vöfflukaffi nemendafélags Stekkjaskóla
Nemendafélag skólans stendur fyrir vöfflukaffi þessa daga til styrktar félaginu. Salan verður opin kl. 12:30-16:00 fimmtudaginn 30. janúar og kl. 8:30-12:00 föstudaginn 31. janúar og fer fram í mötuneyti skólans. Frábært framtak hjá nemendum. Sjá nánar auglýsingu á heimasíðunni.