Vegna appelsínugulrar veðurspár í dag, miðvikudaginn 5. febrúar, má búast við röskunum á akstri GTS.
Skólabílar munu fara frá skólum um kl 13:00, miðað við núverandi veðurspá verður ekki önnur ferð eftir það.
Að öllu óbreyttu mun akstur ferðaþjónustu fatlaðra innanbæjar á Selfossi halda sér. ATH miðað við núverandi spá er ekki farið út fyrir Selfoss eftir kl 13:00
Spáin fyrir daginn á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar er mjög slæm. Við biðjum forráðamenn að fylgjast með fréttum í fjölmiðlum og bréfum frá skólanum.