Appelsínugul veðurviðvörun – fylgist með fréttum

Spáð er appelsínugulri viðvörun nú um tvö leytið skv. veðurspá Veðurstofunnar. Við biðjum forráðamenn að fylgjast vel með fréttum og veðurspá og sækja börnin sín ef spáin gengur eftir.

Við munum senda póst til ykkar ef nýjar upplýsingar berast.

Sjá vinnuferli sem er í gangi fyrir höfuðborgarsvæðið sem við vinnum einnig eftir hér í Árborg. Skólabílar keyra frá Stekkjaskóla kl. rúmlega 13:00 í dag.

Skólastjórnendur Stekkjaskóla