Fyrsti skóladagurinn í nýja húsnæðinu
Það var stór dagur í Stekkjaskóla í dag þegar kennsla hófst í nýju húsnæði skólans að Heiðarstekk 10. Húsnæðið er rúmgott og fallegt og nemendur voru glaðir og spenntir þegar þeir mættu í skólann á nýjum stað. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur fást við ýmis viðfangsefni. Sjá einnig frétt á www.arborg.is og foreldrabréf sem fór heim í dag.