Fréttabréf til forráðamanna

Skólastjórnendur sendu út þriðja fréttabréf skólaársins til forráðamanna föstudaginn 5. apríl.

Í fréttabréfinu er m.a. sagt frá því að Stekkjaskóli hlaut tvær tilnefningar til Menntaverðlauna Suðurlands, kynning á nýsamþykktum verklagsreglum Árborgar um viðbrögð þegar bregðast þarf við/stöðva óásættanlega og/eða skaðlega hegðun nemenda í grunnskólum Árborgar, umfjöllun um fyrirhugða þemadaga um fjölmenningu 17.-19. apríl og kynning á skóladagatali skólans fyrir skólaárið 2024-25.

Síðast en ekki síst er sagt frá fyrirlestrinum Áföll barna og þróun sjálfsmyndar sem foreldrafélag Stekkjaskóla stendur fyrir í samstarfi við nokkur foreldrafélög leikskóla. Fyrirlesturinn verður í Stekkjaskóla mánudaginn 8. apríl kl. 20:00.

Hér má sjá fréttabréfið.