Foreldrafélag Stekkjaskóla stofnað

Fimmtudaginn 16. desember síðastliðinn var stofnfundur foreldrafélag Stekkjaskóla . Fundurinn gekk vel fyrir sig og létt var yfir fundarmönnum.

Hilmar Björgvinsson skólastjóri tók að sér fundarstjórn og Kristjana Sigríður Skúladóttir foreldri skrifaði fundargerð. Fyrst var farið yfir drög að lögum félagsins og þau samþykkt. Síðan var kosin stjórn félagsins. Pétur Aðalsteinsson var kosinn formaður og meðstjórnendur voru kosnir Kristjana Sigríður Skúladóttir, Sólveig Ingadóttir, Guðjón Bjarni Hálfdánarson og Eva María Pétursdóttir. Berglind Ósk Einarsdóttir var kosin skoðunarmaður reikninga. Að loknu stjórnarkjöri voru valdir tveir fulltrúar foreldra í skólaráð og eru þeir Smári Hallgrímsson og Guðjón Bjarni Hálfdánarson. Einnig óskaði Hilmar eftir foreldrafulltrúa í matsteymi skólans og samþykktu fundarmenn að nýkjörin stjórn myndi finna fulltrúa á fyrsta fundi sínum á nýju ári.

Eftir góða umræðu um hlutverk matsteymis skólans, hlutverk foreldrafélagsins, aðstöðu skólans, íþróttahúsnæði sveitarfélagsins o.fl. kynnti Ástrós Rún Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri gagnvirka snjalltöflu. Fundarmenn fóru í námsleik og kynntust ,,Just Dance“ og dönsuðu af mikilli innlifun og kæti.

Eftir fundinn skoðuðu fundarmenn skólahúsnæði skólans og voru allir ánægðir með húsnæðið, aðstöðuna og kennslugögn.

Hér má sjá fundargerð stofnfundarins og lög foreldrafélagsins.