Fréttabréf til foreldra – skráning á vinnudag

Stjórnendur Stekkjaskóla senda að jafnaði fréttabréf til foreldra einu sinni í mánuði.  Hér má sjá 4. tbl. skólaársins sem var sent út 10. janúar.

Í fréttabréfi mánaðarins er m.a. sagt frá vinnudegi starfsmanna miðvikudaginn 12. janúar í tengslum við þróunarverkefnið ,,Að byggja upp lærdómssamfélag í nýjum grunnskóla“. Foreldrum er þar boðið að taka þátt.

Sjá nánar hér:

Næstkomandi miðvikudag, 12. janúar ætla starfsmenn að halda áfram að vinna að þróunarverkefninu ,,Að byggja upp lærdómssamfélag í nýjum grunnskóla“. Að þessu sinni verðum við með dagskrána á Teams vegna samkomutakmarkana og stöðunnar í faraldrinum.

Verkefnið byggir m.a. á því að byggja upp teymiskennslu og teymisvinnu í Stekkjaskóla og vinna að áhersluþáttum skólans. Ingvar Sigurgeirsson prófessor er verkefnisstjóri verkefnisins.

Dagskráin á miðvikudaginn verður eftirfarandi:

Kl. 13:30 Stjórnendur skólans að kynna vinnufyrirkomulag dagsins og þau verkefni sem teymin ætla að vinna að á næstu vikum.

Kl. 14:00 Kynning á teymiskennslu. Ásta Björk Agnarsdóttir og Elsa Sif Guðmundsdóttir kennarar í Lindaskóla kynna teymiskennslu. Umræður í framhaldinu.

kl. 14:40 Nýtt nafn á verkefnið. Ingvar Sigurgeirsson fer yfir hugmyndir starfsmanna og kynnir hópavinnu teymanna sem fer fram miðvikudaginn 19. janúar.

Þennan dag eru foreldrar velkomnir að fylgjast með dagskránni og taka þátt. Það væri ánægjulegt ef einhverjir fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins geta mætt , fulltrúi úr skólaráði og aðrir sem vilja. Áhugasamir foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að boða komu sína með því að senda póst á astros@stekkjaskoli.is​ og hilmarb@stekkjaskoli.is og þá fá þeir sendan tengil á fundinn. Skráningu lýkur kl. 12:00 á miðvikudaginn.

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skólastjórnendum og ritara.