Fjölmenning – Multiculturalism in Stekkjaskóli. Opið hús föstudaginn 19. apríl kl. 11:45-12:45

Þemadagarnir okkar,  Fjölmenning í Stekkjaskóla,  hafa farið vel af stað og nemendur mjög áhugasamir.

Heimsókn á morgun föstudag 19. apríl frá kl. 11:45-12:45. Athugið þetta er örlítið breytt tímasetning miðað við fyrri auglýsingu.

Á morgun, föstudag viljum við bjóða foreldrum og forráðamönnum nemenda í heimsókn til okkar og sjá afrakstur nemenda á þemadögum.

Foreldrar/forráðamenn hitta nemendur á sínu svæði/landi. Listi yfir svæði og nöfn nemenda verður sýnilegur í anddyri skólans. Nemendur kynna sitt svæði en heimsækja svo önnur lönd með foreldrum/forráðamönnum. Nemendur eru með vegabréf sem þeir eiga að safna stimplum í frá hinum löndunum.

Skóla lýkur kl. 13:10 hjá öllum nemendum.

 

Sjá nánar hér.