Uncategorized

Frétta- og vikubréf Stekkjaskóla

Í hverri viku senda umsjónarkennarar heim vikubréf til forráðamanna nemenda í hverjum árgangi. Þar eru birtar upplýsingar um námið, fréttir frá liðinni viku og hvað er framundan í skólastarfinu. Einu sinni í mánuði senda stjórnendur rafrænt fréttabréf til forráðamanna og hér má sjá 1. tbl. skólaársins. Við minnum ykkur á að skoða heimasíðuna reglulega því

Frétta- og vikubréf Stekkjaskóla Read More »

Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla í kvöld

Kæru forráðamenn!Foreldrafélag Stekkjaskóla minnir á aðalfund foreldrafélagsins á morgun. Sem fyrr hvetjum við ykkur til að mæta og taka þátt í starfinu með þeim. Félagið er nýtt og hefur núna sitt annað starfsár eins og skólinn.Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla verður haldinn miðvikudaginn 21. september kl. 20:00 í matsal Stekkjaskóla. Áhugasömum gefst kostur á að bjóða sig

Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla í kvöld Read More »

Haustfundur fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk

Mánudaginn 19. september kl. 17:00-18:30 verður haustfundur fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk.  Erindi verða frá fjölskyldusviði Árborgar ásamt námsefniskynningu frá umsjónarkennurum. Við vonumst til að sjá sem flesta, enda frábær fræðsla í boði ásamt mikilvægri kynningu umsjónarkennara nú þegar nemendur eru að stíga sín fyrstu skref á miðstigi.Hlökkum til að hitta ykkur og eiga notalega

Haustfundur fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk Read More »

Nýr umsjónarkennari i 3.-4. bekk

Gunnar Hliðdal Gunnarsson grunnskólakennari hefur verið ráðinn sem þriðji umsjónarkennarinn í 3.-4. bekk. Hann hefur langan og góðan feril sem umsjónarkennari, síðustu árin í Grunnskóla Hveragerðis. Við bjóðum Gunnar hjartanlega velkominn í starfsmannahóp Stekkjaskóla. Eins og áður hefur komið fram fjölgaði nemendum mikið rétt fyrir skólabyrjun og mest í 3.-4. bekk.  Þess vegna var ákveðið

Nýr umsjónarkennari i 3.-4. bekk Read More »

Umsjónarkennari óskast

Vegna fjölgunar nemenda auglýsum við eftir umsjónarkennara í 3.-4. bekk í 100% stöðuhlutfall. Stekkjaskóli – umsjónarkennari óskast Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag. Vegna fjölgunar nemenda auglýsum við eftir umsjónarkennara í 3.-4. bekk í 100% stöðuhlutfall. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið

Umsjónarkennari óskast Read More »

Haustfundir / fræðsla og kynningar fyrir forráðamenn

Í næstu viku hefjast haustfundir fyrir forráðmenn. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn  6. september fyrir forráðamenn nemenda í 1. bekk. Þess má geta að Skólaþjónusta Árborgar mun taka þátt í fundum í þremur árgöngum í skólum sveitarfélagsins, 1. árgang, 4. árgang og 8. árgang. Ákveðin samræmd fræðsla verður í hverjum árgangi. Dagsetningar fundanna verða eftirfarandi: 1.

Haustfundir / fræðsla og kynningar fyrir forráðamenn Read More »

Að hefja nám í grunnskóla – kynningarfundur fyrir forráðamenn nemenda í 1. bekk

Þriðjudaginn 6. september verður kynningarfundur fyrir forráðamenn nemenda í 1. bekk sem ber yfirskriftina ,,Að hefja nám í grunnskóla“. Hann verður haldinn í matsal skólans.  Á fundinum verða stutt fræðsluerindi frá Stekkjaskóla og Skólaþjónustu Árborgar. Þeir sem verða með innlegg verða stjórnendur skólans, umsjónarkennarar árgangsins, deildarstjóri Skólaþjónustu Árborgar, yfirsálfræðingur skólaþjónustunnar og kennsluráðgjafi. Þess má geta

Að hefja nám í grunnskóla – kynningarfundur fyrir forráðamenn nemenda í 1. bekk Read More »