Bókamessa á Degi íslenskrar tungu.

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember ár hvert, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra.
Allir eiga bækur heima sem hafa verið lesnar og safna nú ryki. Dagana 14.-16.nóvember fá nemendur tækifæri til að koma með bók eða bækur að heiman í skólann og fá bókamiða í staðinn. Nemendur geta síðan notað miðann sinn á skiptibókamarkaði sem haldinn verður á Degi íslenskrar tungu þann 16.nóvember þar sem þau velja sér eina bók til að taka með heim og lesa.

Markmiðið er að gefa gömlum bókum nýtt líf, allir nemendur eignast nýja bóka til að lesa, við endurnýtum og mögulega eignast skólinn líka nokkrar nýjar bækur í tilefni dagsins.

Við óskum eftir þátttöku/samstarf með forráðamönnum nemenda með því að:
-Gefa frá ykkur barnabók sem barnið ykkar hefur lesið og hefur ekki hug á því að lesa aftur eða nýtist áfram á ykkar heimili.
-Við leggjum áherslu á að barnið ykkar, fær nýja (gamla) bók í staðin sem það velur sér á Bókamessunni.
-Við erum að hugsa um bækur sem henta börnum frá 6 – 12 ára og eru vel með farnar og heilar.
-Barnið ykkar má koma með bók í skólann sem það vill gefa í verkefnið mánudaginn 13. nóvember eða þriðjudaginn 14. nóvember.
-Barnið fær bókamiða frá kennara, kennarar halda utan um bókamiðana til miðvikudags.
-Öll börn fá bókamiða og velja sér bók til eignar. Bók sem þau langar til að eignast, skoða og lesa.
-Vonandi geta sem flestir tekið þátt í þessu verkefni með okkur í tilefni dagsins, ef barn/fjölskylda vill gefa fleiri bækur í verkefnið þiggjum við það með þökkum, umfram bækur fara í bókakistur skólans og verða svo hluti af bókasafni Stekkjaskóla.

Bestu kveðjur og með von um jákvæð viðbrögð og góða þátttöku.