Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Bangsadagur og hrekkjavökudagur

By hilmarb | 24 október, 2021

Alþjóðlegi bangsadagurinn er miðvikudaginn 27.okt og þann dag mega nemendur Stekkjaskóla koma með einn bangsa sem passar í skólatöskuna og mæta í kósýgalla/náttfötum ef þeir vilja. Nemendum í 1.- 4. bekk er boðið á Bangsadiskó með Vallaskóla í íþróttahúsi Vallaskóla þennan dag.  Föstudaginn 29.okt ætlum við svo að taka forskot á Hrekkjavökuna (e.Halloween) og mæta í grímubúningum (engin vopn eða aukahlutir leyfð), með vasaljós, sparinesti og fernudrykk (nammi, snakk og gos flokkast ekki undir sparinesti). 

Heimsókn í Veiðisafnið á Stokkseyri

By hilmarb | 23 október, 2021

Fimmtudaginn 21. október heimsóttu nemendur í 2.-3.ES og starfsmenn Veiðisafnið á Stokkseyri. Páll eigandi safnsins tók á móti hópnum og sagði frá dýrunum. Þar voru m.a. uppstoppaður gíraffi sem hann skaut sjálfur, sebrahestar, nashyrningur, ísbjörn og mörg fleiri dýr. Að heimsókn fór hópurinn í heimsókn til Jóhönnu kennara sem býr á Stokkseyri.

Bleikur dagur í Stekkjaskóla 

By hilmarb | 22 október, 2021

Þann 13. október síðastliðinn var bleikur dagur í Stekkjaskóla þar sem nemendur og starfsmenn mættu í einhverju bleiku eða höfðu eitthvað bleikt á sér.  Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.   Það var gaman að sjá bleika litinn sem var ríkjandi í Stekkjaskóla þennan dag. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur og starfsmenn í hinum bleika tón. Þennan dag færðu stjórnendur […]

Nemendur í 4. IM heimsóttu Listasafn Árnesinga 

By hilmarb | 14 október, 2021

Mánudaginn 11. október fór 4. bekkur í heimsókn á Listasafn Árnesinga í tengslum við verkefnið  Þræðir. Nemendur röltu um safnið og skoðuðu sýninguna Hafið kemst vel af án okkar og feminísku sýningunum Áhrif og andagift með vekum eftir listakonuna Rósku, Iðustreymi og Yfirtaka. Þetta var skemmtilegt verkefni sem má lesa nánar um hér: Þræðir. 

Haustfrí 14. og 15. október

By hilmarb | 13 október, 2021

Haustfrí er í grunnskólum Árborgar  fimmtudaginn 14. október og föstudaginn 15. október. Frístund Stekkjaskóla er jafnframt lokuð. Við  í Stekkjaskóla óskum nemendum og forráðamönnum ánægjulegs haustfrís.