Vasaljósaganga í -12°C

Úr vikubréfi 4. IM

Fréttir vikunnar 7.- 11. febrúar

Á þriðjudaginn var gerð heiðarleg tilraun til að skella sér í vasaljósagöngu. Þar sem veðrið var leiðinlegt nýttum við okkur ljósin á annan hátt. Ljósin í stofunni voru slökkt og notuðum við birtuna af þeim til að læra.

Á miðvikudaginn fengum við gesti í heimsókn. Hópur franskra kennara kíkti á okkur í Stekkjaskóla og fengum við í 4.bekk að kenna þeim á flottu skjáina okkar.

Á fimmtudaginn komumst við loksins í vasaljósagönguna okkar og labbaði allur skólinn saman smá spotta í -12°C með vasaljósin sín. Þessi ganga verður svo skráð í lífshlaupið sem vonandi allir eru duglegir að sinna heima. Eftir gönguna voru smiðjur, en smiðjuskipti voru í þessari viku og fóru allir því á nýja staði.

Inga Lára og Margrét