Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Loftmyndir af framkvæmdum 

By hilmarb | 12 september, 2021

Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið undanfarnar vikur og mánuði á skólalóð Stekkjaskóla að Heiðarstekk 10 á Selfossi. Meðfylgjandi myndir tók Rúnar Sveinn Valgeirsson starfsmaður Auðlindar með dróna yfir verkstað 9. september síðastliðinn.   Auðlindin, atvinnu- og virkniþátttaka, hefur tekið að sér ýmis fjölbreytt verkefni fyrir stofnanir sveitafélagsins eins og þetta. Á yfirlitsmyndunum sést vel hvernig færanlegu kennslustofurnar …

Loftmyndir af framkvæmdum  Read More »

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir

By hilmarb | 12 september, 2021

Síðastliðinn föstudag fóru stjórnendur Stekkjaskóla að skoða færanlegu kennslustofurnar að Heiðarstekk 10.  Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar Árborgar sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum gekk um svæðið með Hilmari skólastjóra, Ástrós Rún aðstoðarskólastjóra og Hildi deildarstjóra. Einnig voru með í för Atli Marel sviðstjóri, Óðinn umsjónarmaður fasteigna og Davíð Örn rekstrarstjóri, allir frá mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar.  Framkvæmdir eru vel á veg komnar og áætlað er að …

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir Read More »

Fréttir frá Stekkjaskóla

By hilmarb | 3 september, 2021

Í dag, föstudaginn 3. september, var fyrsta fréttabréf Stekkjaskóla sent á forráðamenn nemenda. Þar munu birtast ýmsar fréttir um skólastarfið, ýmsar gagnlegar upplýsingar og hvað er helst framundan. Þess má geta að slóð inn á fréttabréfið verður jafnframt sett hér á heimasíðu skólans. Heimasíðan verður sem fyrr helsta upplýsingaveita skólans. Hugmyndin er að senda svona …

Fréttir frá Stekkjaskóla Read More »

Skólastarfið fer vel af stað

By hilmarb | 3 september, 2021

Það er ánægjulegt að segja frá því að skólastarfið hefur farið vel af stað í Stekkjaskóla. Margt hefur verið gert til að brjóta upp hefðbundið starf með útiveru og ferðalögum. Síðastliðinn miðvikudag fór t.d. 4. bekkur í Alviðru og gekk ferðin vel. Veðrið hefði mátt vera betra en allir komu glaðir heim. Nemendur í 2. …

Skólastarfið fer vel af stað Read More »

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru

By hilmarb | 3 september, 2021

Á mánudaginn fórum við í 4. bekk í heimsókn í Alviðru, sem er umhverfisfræðasetur Landverndar. Í Alviðru er gott safn af uppstoppuðum fuglum. Börnin fengu líflega fræðslu um muninn á sjófuglum, vaðfuglum og spörfuglum. Auk þess var hver fuglategund skoðuð vel og kannað hvort börnin þekktu þær. Margir lærðu nokkur fuglanöfn, s.s. jaðrakan, æðarfugl, snjótittling, …

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru Read More »