Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Skólastarfið fer vel af stað

By hilmarb | 3 september, 2021

Það er ánægjulegt að segja frá því að skólastarfið hefur farið vel af stað í Stekkjaskóla. Margt hefur verið gert til að brjóta upp hefðbundið starf með útiveru og ferðalögum. Síðastliðinn miðvikudag fór t.d. 4. bekkur í Alviðru og gekk ferðin vel. Veðrið hefði mátt vera betra en allir komu glaðir heim. Nemendur í 2. …

Skólastarfið fer vel af stað Read More »

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru

By hilmarb | 3 september, 2021

Á mánudaginn fórum við í 4. bekk í heimsókn í Alviðru, sem er umhverfisfræðasetur Landverndar. Í Alviðru er gott safn af uppstoppuðum fuglum. Börnin fengu líflega fræðslu um muninn á sjófuglum, vaðfuglum og spörfuglum. Auk þess var hver fuglategund skoðuð vel og kannað hvort börnin þekktu þær. Margir lærðu nokkur fuglanöfn, s.s. jaðrakan, æðarfugl, snjótittling, …

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru Read More »

Stekkjaskóla gefin endurskinsvesti

By hilmarb | 3 september, 2021

Í dag föstudaginn 3. september var skólanum gefin 60 stk. af endurskinsvestum. Það var Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri Byko sem færði Hilmari skólastjóra vestin. Nú verða nemendur framvegis vel merktir þegar þeir fara í ferðir á vegum skólans sem er mjög mikið öryggismál. Einnig munu vestin koma að góðum notum þegar það fer að skyggja …

Stekkjaskóla gefin endurskinsvesti Read More »

Covid 19 – Sóttvarnir

By hilmarb | 3 september, 2021

Embætti landlæknis og Almannavarnir hafa sett saman ágætar leiðbeiningar um hvernig haga skuli sóttvörnum í grunnskólum. Þessa fyrstu daga skólaársins hafa grunnskólar sveitarfélagsins sloppið við smit. Ef smit koma upp geta þau kallað á sóttkví nemenda og starfsmanna. Í leiðbeiningum Landlæknis og Almannavarna eru kynnt ný hugtök og nýjar leiðir í því hvernig brugðist er …

Covid 19 – Sóttvarnir Read More »

Náms- og upplýsingakerfið Mentor

By hilmarb | 3 september, 2021

Stekkjaskóli notar náms- og upplýsingakerfið Mentor, www.infomentor.is Aðstandendur og nemendur eiga sitt heimasvæði sem er kallað Minn Mentor. Hver og einn fer inn á sinni kennitölu og lykilorði þar sem hægt að fylgjast með skólagöngu barnanna. Til að komast á heimasvæði er farið inn á heimasíðu Mentors www.infomentor.is og smellt á „Innskráningu“. Notendanafnið er kennitalan …

Náms- og upplýsingakerfið Mentor Read More »