Ljós og skuggar

Allir nemendur og starfsmenn Stekkjskóla fóru í vasaljósagöngu fimmtudaginn 12. febrúar.  Í vikubréfi 2.-3. ES var m.a. sagt frá göngunni.

Komið þið sæl kæru foreldrar og forráðamenn.

Foreldraviðtölunum er að mestu lokið og almennri ánægju hefur verið lýst þar.

Allir nemendur og starfsmenn fóru í vasaljósagöngu á fimmtudaginn og var það mjög gaman. Við gengum frá göngustígnum við Stekkjaskóla og að undirgöngunum. Það var svolítið kalt en hressandi. Einhverjir nemendur höfðu á orði að það hefði þurft að slökkva á ljósastaurunum og ljósunum sem loguðu í göngunum – kannski verður brugðist við því 🙂

Þriðji bekkur er að vinna í kafla um ljós og skugga í náttúru- og samfélagsfræði og vasaljósagangan smellpassaði við það. Þegar við komum frá göngunni í kennslustofuna lékum við okkur að því að búa til alls konar skuggamyndir.

Eins og kom fram í síðasta fréttabréfi erum við byrjuð á nýrri Sprotabók og gengur sú vinna vel.

Að lokum minnum við á heimalesturinn og orðakistur í Áformsbókinni.

Með kveðju og góða helgi!

Eyrún, Jóhanna og Steinunn