Stekkjaskóla gefin endurskinsvesti

Í dag föstudaginn 3. september var skólanum gefin 60 stk. af endurskinsvestum. Það var Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri Byko sem færði Hilmari skólastjóra vestin. Nú verða nemendur framvegis vel merktir þegar þeir fara í ferðir á vegum skólans sem er mjög mikið öryggismál. Einnig munu vestin koma að góðum notum þegar það fer að skyggja með haustinu og nemendur fara í gönguferðir eða útinám með kennurum sínum.

Við í Stekkjaskóla erum virkilega ánægð með þessa gjöf og þökkum kærlega fyrir okkur.