Skólastarfið fer vel af stað

Það er ánægjulegt að segja frá því að skólastarfið hefur farið vel af stað í Stekkjaskóla. Margt hefur verið gert til að brjóta upp hefðbundið starf með útiveru og ferðalögum. Síðastliðinn miðvikudag fór t.d. 4. bekkur í Alviðru og gekk ferðin vel. Veðrið hefði mátt vera betra en allir komu glaðir heim. Nemendur í 2. og 3. bekk fóru í Slakka í gær og áttu þar góðan dag saman. Hópurinn var til fyrirmyndar og fengu hrós fyrir frá starfsfólki Slakka.

Í næstu viku fara nemendur í eftirfarandi námsferðir:

  • Þriðjudaginn 7. september fer 1.bekkur í Alviðru
  • Fimmtudaginn 9. september fer svo 2. og 3. bekkur í Alviðru
  • Föstudaginn 10. september fer 4. bekkur í LAVA safnið á Hvolsvelli

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr skólastarfinu frá liðinni viku.