Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Dagur íslenskrar tungu

By hilmarb | 16 nóvember, 2021

Haldið var upp á dag  íslenskrar tungu með ýmsum hætti í Stekkjaskóla í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds.    Nemendur í 1. bekk unnu t.d. með ljóð Jónasar; Buxur, vesti, brók og skó. Buxur, vesti, brók og skó,   bætta sokka nýta,   húfutetur, hálsklút þó,   háleistana hvíta.  Umsjónarkennararnir hengdu upp ýmsan klæðnað á þvottasnúru með skírskotun í ljóðið eins og sjá má á …

Dagur íslenskrar tungu Read More »

Covid 19 – nýjar sóttvarnaráherslur

By hilmarb | 14 nóvember, 2021

Nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi 12. nóvember með nýrri reglugerð heilbrigðisráðuneytisins.  Sjá hér  Reglugerðin gildir frá 13. nóvember til og með 8. desember 2021. Skólinn fer yfir á stig sóttvarnasvæða. Nemendur og starfsfólk mega fara á milli svæða en ekki að nauðsynjalausu – sýna skal smitgát. Helstu áhersluþættir eru eftirfarandi: Markmiðið með reglugerðinni ,,er að hægja …

Covid 19 – nýjar sóttvarnaráherslur Read More »

Skemmtilegur bangsa- og náttfatadagur

By hilmarb | 6 nóvember, 2021

Um daginn var bangsadagur og þá máttu nemendur jafnframt koma í náttfötum. Vallaskóli bauð nemendum Stekkjaskóla á náttfataball sem var virkilegt ánægjulegt og skemmtilegt. Við þökkum Vallaskóla kærlega fyrir gott boð. Hér má sjá nokkrar myndir.

Ýmsar furðuverur

By hilmarb | 6 nóvember, 2021

Um daginn var hrekkjavökudagur í Stekkjaskóla. Dagurinn var hinn skrautlegasti og margir voru í skemmtilegum búningum. Sumir voru alveg óþekkjanlegir. Í frístundinni voru síðan ýmsar hræðilegar veitingar sem Krystina í eldhúsinu sá um s.s. bakaðir puttar. Annars var dagurinn hinn skemmtilegasti og vonandi urðu engir nemendur hræddir þennan dag.

Styttist í flutninga

By hilmarb | 5 nóvember, 2021

Þær gleðilegu fréttir fengust í vikunni að nú styttist í það að skólahúsnæði Stekkjaskóla verði tilbúið. Í næstu viku verður gerð öryggisúttekt á skólahúsnæðinu og í framhaldi af henni mun Heilbrigðiseftirlitið taka húsnæðið út. Þegar allt verður eins og það á að vera verður sótt um starfsleyfi fyrir skólann.  Það styttist því í flutninga í …

Styttist í flutninga Read More »