Stekkjaskóli – laus störf næsta skólaár. Umsóknarfrestur til og með 29. mars

Stekkjaskóli auglýsir eftirfarandi stöður fyrir næsta skólaár:

  • Deildarstjóri yngra stigs
  • Náms- og starfsráðgjafi
  • Þroskaþjálfi
  • Umsjónarkennari á yngsta stig, ein staða
  • Umsjónarkennarar á miðstig, 3 stöður
  • Íþróttakennarar, 2 stöður
  • Stuðningsfulltrúi, 75% staða

Sjá nánar hér: https://sveitarfelagid-arborg.alfred.is/  og auglýsinguna hér fyrir neðan.

 

 

Vilt þú taka þátt í því að byggja upp sterka liðsheild í nýjum grunnskóla á Selfossi?

Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Fljótlega verður 1. áfangi nýbyggingar skólans tekinn í notkun og 2. áfangi skólans verður tilbúinn haustið 2024.  Á komandi hausti verða um 240 nemendur í 1.-6. bekk. Fullbyggður verður skólinn fyrir um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag.

Stefnumörkun skólans tekur meðal annars mið af menntastefnu Árborgar sem byggir á hugmyndinni um skólann sem lifandi lærdómssamfélag.

Hér með eru auglýstar fjölbreyttar og áhugaverðar stöður fyrir næsta skólaár.

  • Deildarstjóri yngra stigs
  • Náms- og starfsráðgjafi
  • Þroskaþjálfi
  • Umsjónarkennari á yngsta stig, ein staða
  • Umsjónarkennarar á miðstig, 3 stöður
  • Íþróttakennarar, 2 stöður
  • Stuðningsfulltrúi, 75% staða

Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2023.

Vakin er athygli á stefnu Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Hilmar Björgvinsson, skólastjóri, hilmarb@stekkjaskoli.is  , sími 480-1600 / 863-0922 og Ástrós Rún Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri, astros@stekkjaskoli.is , sími 480-1600.

Umsóknum fylgi leyfisbréf, yfirlit yfir nám, fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni í starfi. Umsókn ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum ráðningarvef sveitarfélagsins  https://sveitarfelagid-arborg.alfred.is/ .

Allar umsóknir eru gildar í sex mánuði.