Stekkjaskóli flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði

Þessa dagana eru merkilegir tímar í sögu Stekkjaskóla. Flutningar standa yfir í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði og mun kennsla hefjast þar miðvikudaginn 22. mars. 

Öryggisúttekt og starfsleyfi  

Fimmtudaginn 16. mars fór fram öryggisúttekt á nýbyggingunni og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands gerði sína úttekt föstudaginn 17. mars. Báðar þessar úttektir gengu eins og í sögu og fær skólinn starfsleyfi strax eftir helgi. Kennsla mun því hefjast eins og áður hefur verið tilkynnt næstkomandi miðvikudag. 

Starfsdagar 20. – 21. mars  –  frí í skólanum 

Við minnum á að starfsdagar verða mánudaginn 20. mars og þriðjudaginn 21.mars. Þá munu starfsmenn koma húsgögnum og búnaði fyrir á sína staði og undirbúa móttöku nemenda á nýjum stað. 

Frístundin Bjarkarból verður jafnframt lokuð mánudaginn 20. mars en hún verður opin frá kl.13:10 þriðjudaginn 21. mars fyrir þá nemendur sem eru skráðir þar. Frístundin verður áfram í færanlegu kennslustofunum. 

Kennsla hefst í nýju húsnæði 22. mars 

Það verður stór stund þegar kennsla hefst í nýju stórglæsilegu húsnæði Stekkjaskóla miðvikudaginn 22. mars. Gengið er inn í húsnæðið um aðalinnganginn frá Björkurstekk, þ.e. um austurinngang. Einnig er hægt að ganga inn um vesturinngang frá færanlegu kennslustofunum. 

Við hlökkum til að taka að móti nemendum í nýja skólahúsnæðið okkar næstkomandi miðvikudag.