Fréttasafn

Fréttir frá Stekkjaskóla

Bókamessa og söngstund í Stekkjaskóla

16 nóvember, 2023

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember,  á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds (1807-1845). Haldið var upp á daginn í Stekkjaskóla með söngstund og bókamessu.  Allir nemendur skólans komu á sal í morgun og sungu fjögur lög við undirspil Leifs …

Bókamessa og söngstund í Stekkjaskóla Read More »

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn

9 nóvember, 2023

Góðir gestir heimsóttu Stekkjaskóla fimmtudaginn 9. nóvember.  Á ferðinni voru Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Teitur Erlingsson aðstoðarmaður ráðherra ásamt starfsmönnum ráðuneytisins þeim Þorsteini Hjartarsyni skrifstofustjóra og Viktori Berg Guðmundssyni sérfræðingi .  Með þeim var Heiða Ösp Kristjánsdóttir sviðsstjóri …

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn Read More »

Íþróttakennsla hafin í hátíðarsal / fjölnotasal Stekkjaskóla

29 október, 2023

Þann 19. september var hátíðarsalur skólans tekinn í notkun. Salurinn er fjölnotasalur og eru þar m.a. kenndar íþróttir og jóga. Nemendur í 1.-2 bekk fá alla sína íþróttakennslu i fjölnotasalnum en eldri nemendur fara einu sinni í viku í íþróttahús …

Íþróttakennsla hafin í hátíðarsal / fjölnotasal Stekkjaskóla Read More »

Starfsdagur 30. október – Foreldra- og nemendaviðtöl 31. október

29 október, 2023

Við minnum á að samkvæmt skóladagatali skólans er starfsdagur mánudaginn 30. október og þriðjudaginn 31. október eru foreldra- og nemendaviðtöl. Mánudaginn 30. október verður starfsdagur og því enginn skóli. Frístund verður þó opin fyrir þau börn sem nú þegar er …

Starfsdagur 30. október – Foreldra- og nemendaviðtöl 31. október Read More »

Fræðslufundur um skjánotkun barna

25 október, 2023

Foreldrafélag Stekkjaskóla í samstarfi við foreldrafélag Jötunheima ætlar að efna til fræðslukvölds fyrir foreldra fimmtudaginn 26. október nk., kl. 20.00. Skúli Geirdal ætlar fjallar um skjánotkun og samfélagsmiðlanotkun barna.  Sjá nánar hér.   Hvetjum foreldra til að fjölmenna á fundinn …

Fræðslufundur um skjánotkun barna Read More »

Skólastarf í Stekkjaskóla fellur niður þriðjudaginn 24. október – School is Cancelled on Tuesday, October 24th

21 október, 2023

Þriðjudaginn 24. október verður Kvennaverkfall og eru konur og  kynsegin fólk  hvatt til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf þann dag. Vegna kvennaverkfalls mun Stekkjaskóli ekki sjá sér fært um að halda úti kennslu þennan dag og mun skólastarf …

Skólastarf í Stekkjaskóla fellur niður þriðjudaginn 24. október – School is Cancelled on Tuesday, October 24th Read More »

Fréttabréf og vikubréf til forráðamanna

21 október, 2023

Í hverri viku senda umsjónarkennarar forráðamönnum vikubréf. Þar eru m.a. birtar fréttir af starfinu í hverjum árgangi og hvað er framundan. Annað slagið senda skólastjórnendur fréttabréf heim til forráðamanna með ýmsum fréttum um skólastarfið en helsta upplýsingaveita skólans er þó …

Fréttabréf og vikubréf til forráðamanna Read More »

Ný stjórn foreldrafélags Stekkjaskóla

10 október, 2023

Aðalfundur foreldrafélags Stekkjaskóla var haldinn þann 12. september síðastliðinn. Pétur Aðalsteinsson,formaður foreldrafélagsins fór yfir ársskýrslu félagsins og Sólveig Ingadóttir fór yfir ársreikninga. Ákveðið var að hafa árgjald foreldrafélagsins óbreytt frá síðasta ári, 2.000 kr. á heimili óháð barnafjölda. Sjá skýrslu …

Ný stjórn foreldrafélags Stekkjaskóla Read More »

Heimsókn í jarðskjálftamiðstöðina

9 október, 2023

Um daginn fór 4. HK í Auðlindarhóp í heimsókn í jarðsjálftamiðstöðina  í jarðskjálftaverkfræði við Háskóla Íslands. Lagt var af stað frá skóla rétt fyrir kl. 10 og hjólað ýmist á reiðhjólum, hlaupa- eða rafmagnshjólum að húsnæði jarðskjálftamiðstöðvar sem er í …

Heimsókn í jarðskjálftamiðstöðina Read More »

Skertur dagur 28. september og haustþing kennara 29. september

26 september, 2023

Fimmtudaginn 28. september lýkur kennslu á miðstigi kl. 13:00 vegna haustþings Kennarafélags Suðurlands. Kennsla á yngsta stigi er samkvæmt stundatöflu.Föstudaginn 29. september er frí hjá nemendum vegna þingsins, sjá nánar á skóladagatali og í vikupósti frá umsjónarkennurum. Fjölbreytt og áhugverð …

Skertur dagur 28. september og haustþing kennara 29. september Read More »

Skákkennsla grunnskólakrakka

18 september, 2023

Laugardaginn 23. sept. klukkan 11:00 hefst skáknámskeið fyrir 8-16 ára krakka í Fischersetri. Skákfélag Selfoss og nágrennis sér um kennsluna og hafa nokkrir kennarar umsjón yfir kennslunni. Þetta verða 10 skipti eða einu sinni í viku og þá á laugardögum …

Skákkennsla grunnskólakrakka Read More »

Aðalfundur foreldrafélagsins

9 september, 2023

Aðalfundur Foreldrafélags Stekkjaskóla verður haldinn þriðjudaginn 12. september kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á kaffistofu starfsmanna á 2. hæð. Vonast er eftir góðri mætingu.