Er barnið þitt vel upplýst? Er það ekki örugglega að nota endurskinsmerki eða sýnileikavesti?
Á þessum árstíma er mjög dimmt úti og því mikilvægt að öll börn séu vel upplýst með endurskinsmerkjum og/eða í sýnileikavestum.
Endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla
Í síðustu viku voru endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla og við ætlum að halda áfram að vera með með sérstakt átak um að vera vel sýnilegur í umferðinni. Við biðjum foreldra að sjá til þess að börnin þeirra noti endurskinsmerki og/eða sýnileikavesti til þess að þau sjáist vel í myrkrinu.
Foreldrafélagið gaf sýnileikavesti
Í síðustu viku gaf foreldrafélagið nemendum 1. bekkjar sýnileikavesti. Vestin voru merkt hverjum og einum. Það var formaður foreldrafélags Stekkjaskóla, Eva María Pétursdóttir, sem jafnframt er kennari í árganginum sem afhenti gjöfina ásamt tveimur lögreglumönnum. Lögreglan fór yfir mikilvægi þess að nota vestin og vera vel sýnileg í umferðinni. Virkilega gott framtak hjá foreldrafélaginu.
Slysavarnardeildin Tryggvi gaf endurskinsmerki
Slysavarnardeildin Tryggvi kom færandi hendi fyrir rúmum mánuði með endurskinsmerki fyrir nemendur okkar í 1.-4.bekk. Með þessu vill slysvarnadeildin leggja lóð á vogarskálina í að auka öryggi barna í umferðinni, en talið er að börn með endurskinsmerki sjáist fimm sinnum fyrr en ella.