Fréttasafn

Fréttir frá Stekkjaskóla

Skólastarfið fer vel af stað

3 september, 2021

Það er ánægjulegt að segja frá því að skólastarfið hefur farið vel af stað í Stekkjaskóla. Margt hefur verið gert til að brjóta upp hefðbundið starf með útiveru og ferðalögum. Síðastliðinn miðvikudag fór t.d. 4. bekkur í Alviðru og gekk […]

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru

3 september, 2021

Á mánudaginn fórum við í 4. bekk í heimsókn í Alviðru, sem er umhverfisfræðasetur Landverndar. Í Alviðru er gott safn af uppstoppuðum fuglum. Börnin fengu líflega fræðslu um muninn á sjófuglum, vaðfuglum og spörfuglum. Auk þess var hver fuglategund skoðuð […]

Stekkjaskóla gefin endurskinsvesti

3 september, 2021

Í dag föstudaginn 3. september var skólanum gefin 60 stk. af endurskinsvestum. Það var Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri Byko sem færði Hilmari skólastjóra vestin. Nú verða nemendur framvegis vel merktir þegar þeir fara í ferðir á vegum skólans sem er […]

Covid 19 – Sóttvarnir

3 september, 2021

Embætti landlæknis og Almannavarnir hafa sett saman ágætar leiðbeiningar um hvernig haga skuli sóttvörnum í grunnskólum. Þessa fyrstu daga skólaársins hafa grunnskólar sveitarfélagsins sloppið við smit. Ef smit koma upp geta þau kallað á sóttkví nemenda og starfsmanna. Í leiðbeiningum […]

Náms- og upplýsingakerfið Mentor

3 september, 2021

Stekkjaskóli notar náms- og upplýsingakerfið Mentor, www.infomentor.is Aðstandendur og nemendur eiga sitt heimasvæði sem er kallað Minn Mentor. Hver og einn fer inn á sinni kennitölu og lykilorði þar sem hægt að fylgjast með skólagöngu barnanna. Til að komast á […]

Frístundaakstur

25 ágúst, 2021

Frístundaakstur innan Selfoss hefst í dag, miðvikudaginn 25.ágúst. Frístundaakstur milli byggðarkjarna er áfram hluti af Árborgarstrætó. Frístundabíllinn ekur alla virka daga milli c.a. 13:05 og 16:30 samkvæmt tímatöflu og hefur það hlutverk að keyra börn milli grunnskóla, frístundaheimila og íþrótta- […]

Fyrsta skólasetning Stekkjaskóla

24 ágúst, 2021

Í dag, þriðjudaginn 24. ágúst, var fyrsta skólasetning Stekkjaskóla. Hún fór fram í frístundarheimilinu Bifröst þar sem skólastarfið hefst þetta haustið. Hilmar Björgvinsson skólastjóri flutti skólasetningarræðu þar sem hann lagði m.a. áherslu á mikilvægi góðra samskipta og að öllum líði […]

Skólaakstur – Sandvíkurhreppur

24 ágúst, 2021

Nemendur sem búa í Sandvíkurhreppi eru keyrðir í Stekkjaskóla og aftur heim í lok skóladags. Það er rútufyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson ehf sem sér um aksturinn.  Það eru þrír bílar sem keyra. Hér má sjá skipulagið. Þar kemur fram frá hvaða […]

Matseðill Stekkjaskóla

24 ágúst, 2021

Veisluþjónusta Suðurlands mun sjá um matseld fyrir Stekkjaskóla þetta skólaár. Matráðar Stekkjaskóla munu koma að matseldinni ásamt því að sjá um ávexti, salatbar og starfsmannaeldhús. Hér má sjá matseðil fyrir ágúst – september.

Ýmsar upplýsingar – Bréf til forráðamanna

21 ágúst, 2021

Fimmtudaginn 19. ágúst fengu nemendur og forráðamenn þeirra bréf frá skólastjórnendum skólans. Þar var farið yfir ýmsa þætti er varðar skólastarfið í upphafi skólaársins s.s. er varðar undirbúning starfsmanna, nemenda- og foreldraviðtöl fyrir 1. bekk og skólasetningu 2.-4. bekkja. Hér […]

Skólasetning

18 ágúst, 2021

Stekkjaskóli verður settur í fyrsta sinn þriðjudaginn 24. ágúst 2021  í frístundarheimilinu Bifröst við Vallaskóla. Nemendur 1. bekkjar (f. 2015) verða boðaðir ásamt forráðamönnum með fyrirfram ákveðnu fundarboði til umsjónarkennara mánudaginn 23. ágúst og þriðjudaginn 24. ágúst. Skólasetning 2.-4. bekkja […]

Starfsmenn mættir til starfa

18 ágúst, 2021

Mánudaginn 16. ágúst mættu allir starfsmenn Stekkjaskóla til starfa í fyrsta sinn. Hilmar Björgvinsson skólastjóri bauð kraftmikinn starfsmannahóp hjartanlega velkominn. Hann nefndi að þetta væri söguleg stund nú þegar þriðji grunnskólinn á Selfossi tæki til starfa og sá fjórði í […]