Fréttasafn

Fréttir frá Stekkjaskóla

Sjóminjasafnið og fjaran

26 september, 2021

Nemendur í 2.-3. ES fóru um daginn til Eyrarbakka þar sem Sjóminjasafnið var skoðað og farið í fjöruna. Ferðin tókst vel og allir hegðuðu sér með sóma.  Í fjörunni fundu nemendur  ýmsar lífverur svo sem klettadoppur, krabba, dauðan fisk og fallega steina og skeljar. 

Stafir, form og mynstur 

26 september, 2021

Nemendur í 1. EIK unnu ýmis verkefni í liðinni viku. Unnið var með stafinn Íí og lagður inn stafurinn Aa og nemendur skrifuðu  hann í úrklippu- og verkefnabók. Í sögubók var unnið með ,,bestu” árstíðina okkar og í stærðfræði var unnið  með […]

Heimsókn í LAVA setrið

26 september, 2021

Nemendur í 4. IM fóru í velheppnaða vettvangsferð í LAVA setrið á Hvolsvelli um daginn.  Farið var  upp á þak safnsins til að sjá hvaða eldfjöll sáust frá safninu. Því miður var skyggnið lélegt en þó sást aðeins til Vestmannaeyja. Síðan fengu […]

Vikupóstar frá umsjónarkennurum 

26 september, 2021

Frá því að skólastarf hófst í haust hafa umsjónarkennarar sent fréttabréf/vikupósta til forráðamanna einu sinni í viku þar sem þeir hafa sagt frá vinnu síðustu daga og hvað sé framundan. Stuðst er við forritið Sway í Office 365 þar sem […]

Staða framkvæmda

24 september, 2021

Í dag heimsóttu skólastjórnendur byggingsvæðið að Heiðarstekk 10, ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fulltrúum frá mannvirkja- og umhverfissviði.  Framkvæmdir við Stekkjaskóla eru  á mikilli siglingu. Í vikunni var skólalóðin malbikuð og á mánudaginn hefst vinna við hellulögn og frágang lóðarinnar. Búið […]

Starfsdagur á föstudaginn – frí hjá nemendum

22 september, 2021

Næstkomandi föstudag, 24. september,  er starfsdagur í Stekkjaskóla vegna haustþings kennara. Einnig er starfsdagur hjá frístundaheimili Stekkjaskóla. Nemendur verða því í fríi þennan dag.  

Loftmyndir af framkvæmdum 

12 september, 2021

Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið undanfarnar vikur og mánuði á skólalóð Stekkjaskóla að Heiðarstekk 10 á Selfossi. Meðfylgjandi myndir tók Rúnar Sveinn Valgeirsson starfsmaður Auðlindar með dróna yfir verkstað 9. september síðastliðinn.   Auðlindin, atvinnu- og virkniþátttaka, hefur tekið að sér ýmis […]

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir

12 september, 2021

Síðastliðinn föstudag fóru stjórnendur Stekkjaskóla að skoða færanlegu kennslustofurnar að Heiðarstekk 10.  Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar Árborgar sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum gekk um svæðið með Hilmari skólastjóra, Ástrós Rún aðstoðarskólastjóra og Hildi deildarstjóra. Einnig voru með í för Atli Marel sviðstjóri, Óðinn umsjónarmaður fasteigna og Davíð Örn […]

Fréttir frá Stekkjaskóla

3 september, 2021

Í dag, föstudaginn 3. september, var fyrsta fréttabréf Stekkjaskóla sent á forráðamenn nemenda. Þar munu birtast ýmsar fréttir um skólastarfið, ýmsar gagnlegar upplýsingar og hvað er helst framundan. Þess má geta að slóð inn á fréttabréfið verður jafnframt sett hér […]

Skólastarfið fer vel af stað

3 september, 2021

Það er ánægjulegt að segja frá því að skólastarfið hefur farið vel af stað í Stekkjaskóla. Margt hefur verið gert til að brjóta upp hefðbundið starf með útiveru og ferðalögum. Síðastliðinn miðvikudag fór t.d. 4. bekkur í Alviðru og gekk […]

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru

3 september, 2021

Á mánudaginn fórum við í 4. bekk í heimsókn í Alviðru, sem er umhverfisfræðasetur Landverndar. Í Alviðru er gott safn af uppstoppuðum fuglum. Börnin fengu líflega fræðslu um muninn á sjófuglum, vaðfuglum og spörfuglum. Auk þess var hver fuglategund skoðuð […]

Stekkjaskóla gefin endurskinsvesti

3 september, 2021

Í dag föstudaginn 3. september var skólanum gefin 60 stk. af endurskinsvestum. Það var Gunnar Bjarki Rúnarsson verslunarstjóri Byko sem færði Hilmari skólastjóra vestin. Nú verða nemendur framvegis vel merktir þegar þeir fara í ferðir á vegum skólans sem er […]