Fréttasafn

Fréttir frá Stekkjaskóla

Verkefni í tónmennt

24 október, 2021

Nemendur í 2. og 3. bekk fengu það verkefni um daginn að teikna örugga staðinn sinn útfrá laginu Myndin hennar Lísu eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Verkin hanga til sýnis inni í tónmenntarstofu. Lagið Myndin hennar Lísu er búið að vera óopinbert lag mánaðarins nú í október, svo allir nemendur ættu að kunna að syngja það eða allavega þekkja það. Hér er linkur á undirspil,  ef ykkur langar til þess að syngja lagið með börnunum. Myndin hennar Lísu  Gult fyrir sól, grænt fyrir líf,  grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð.  Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið  biðja þess eins að fá að lifa’ eins og við.  Er ekki jörðin fyrir alla?  Taktu þér blað, málaðu’ á það  mynd þar sem að allir eiga öruggan stað.  Augu svo blá, hjörtu sem slá  hendur sem fegnar halda frelsinu á.  Þá verður jörðin fyrir alla.  Olga Guðrún Árnadóttir    […]

Pizzubakstur, hópefli o.fl. hjá 1. EIK

24 október, 2021

Það var margt um að vera í námi og leik hjá nemendum 1. EIK í síðustu viku. Í vikubréfi umsjónarkennara, 22. október, stendur m.a. :  Þessa vikuna lék veðrið við okkur og fórum við út í Gesthúsaskóg að leika í […]

Bangsadagur og hrekkjavökudagur

24 október, 2021

Alþjóðlegi bangsadagurinn er miðvikudaginn 27.okt og þann dag mega nemendur Stekkjaskóla koma með einn bangsa sem passar í skólatöskuna og mæta í kósýgalla/náttfötum ef þeir vilja. Nemendum í 1.- 4. bekk er boðið á Bangsadiskó með Vallaskóla í íþróttahúsi Vallaskóla […]

Heimsókn í Veiðisafnið á Stokkseyri

23 október, 2021

Fimmtudaginn 21. október heimsóttu nemendur í 2.-3.ES og starfsmenn Veiðisafnið á Stokkseyri. Páll eigandi safnsins tók á móti hópnum og sagði frá dýrunum. Þar voru m.a. uppstoppaður gíraffi sem hann skaut sjálfur, sebrahestar, nashyrningur, ísbjörn og mörg fleiri dýr. Að […]

Bleikur dagur í Stekkjaskóla 

22 október, 2021

Þann 13. október síðastliðinn var bleikur dagur í Stekkjaskóla þar sem nemendur og starfsmenn mættu í einhverju bleiku eða höfðu eitthvað bleikt á sér.  Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.   Það var gaman að sjá bleika litinn sem var ríkjandi í Stekkjaskóla þennan dag. Á […]

Nemendur í 4. IM heimsóttu Listasafn Árnesinga 

14 október, 2021

Mánudaginn 11. október fór 4. bekkur í heimsókn á Listasafn Árnesinga í tengslum við verkefnið  Þræðir. Nemendur röltu um safnið og skoðuðu sýninguna Hafið kemst vel af án okkar og feminísku sýningunum Áhrif og andagift með vekum eftir listakonuna Rósku, Iðustreymi og Yfirtaka. Þetta var skemmtilegt verkefni sem má lesa nánar um hér: Þræðir. 

Haustfrí 14. og 15. október

13 október, 2021

Haustfrí er í grunnskólum Árborgar  fimmtudaginn 14. október og föstudaginn 15. október. Frístund Stekkjaskóla er jafnframt lokuð. Við  í Stekkjaskóla óskum nemendum og forráðamönnum ánægjulegs haustfrís.

Fréttir til forráðamanna

12 október, 2021

Í dag sendu stjórnendur Stekkjaskóla fréttabréf á forráðamenn. Meðal efnis er umfjöllun um stöðu framkvæmda við færanlegu kennslustofurnar, undirbúningur að stofnun foreldrafélags skólans, hverjir eru foreldratenglar, fréttir frá list- og verkgreinakennurum og umfjöllun um áformsbækur og námsmarkmið. Framundan er haustfrí, […]

Matseðill – október

5 október, 2021

Nemendur og starfsmenn eru mjög ánægðir með matinn sem þeir fá í skólanum. Hér má sjá matseðil októbermánaðar.

Nemendur Stekkjaskóla tóku þátt í  Ólympíuhlaupi ÍSÍ

2 október, 2021

Síðastliðinn fimmtudag, 30. september,  tóku allir nemendur Stekkjaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið fór fram á tjaldstæðinu við Gestshús og  á íþróttavallasvæðinu.  Minnst átti að hlaupa 2,5 km en mesta vegalengdin var 10 km. Samtals hlupu nemendur Stekkjaskóla 366 km sem er […]

Gervigrasið komið á leikvöll Stekkjaskóla

2 október, 2021

Lóðaverktakar hafa verið að vinna á fullu í lóðinni í vikunni. Búið er að leggja gervigras á fótboltavöllinn, helluleggja og leiktækin eru væntanleg á lóðina. Það er  fyrirtækið PRO – garðar ehf sem sjá um lóðaframkvæmdir og stefna þeir á […]

Sinfóníutónleikar 

2 október, 2021

Miðvikudaginn 29. september heimsótti Sinfóníuhljómsveit Suðurlands alla 4. bekki í Árborg. Spilaði hljómsveitin fyrir nemendur nokkur skemmtileg lög, fluttu ævintýrið Lykilinn og nemendur sungu lagið Á Sprengisandi. Á tónleikunum kom 14 manna klassísk hljómsveit fram sem er smækkuð sinfóníuhljómsveit ásamt sögumanni og stjórnanda. Verkið Lykillinn sem er eins konar “íslenskur Pétur og úlfurinn”. Sagan segir frá stráknum Benna sem villist í þokunni ásamt hundinum Snata. Þeir lenda m.a. inni í girðingu hjá Geirmundi, mannýgasta nautinu í sveitinni og hitta álfastrák  […]