Breytingar á reglum um sóttkví

Eins og fram hefur komið í fréttum nú í dag hafa verið gerðar breytingar á reglum um sóttkví. Sjá: Stjórnarráðið | COVID-19: Slakað á reglum um sóttkví (stjornarradid.is)

Foreldrar barna eru beðnir um að fylgist með upplýsingum frá yfirvöldum sem kunna að berast í kvöld. Eftir sem áður er mikilvægt að brýna fyrir foreldrum að vera vel á verði gagnvart einkennum Covid og senda börn í sín ekki til skóla ef minnstu einkenna verður vart heldur fara með börn sín í sýnatöku.

Í liðinni viku þurftu starfsmenn Stekkjaskóla að fara í fjórar smitrakningar sem leiddu til þess að  35 starfsmenn og nemendur fóru í sóttví og 16 í smitgát.