Starfsdagur og foreldradagur 3.-4. febrúar

Í janúar hefur skólastarfið gengið vel en að sjálfsögðu hefur Covid haft töluverð áhrif. 

Framundan er starfsdagur og foreldradagur og þá daga er opið í frístund fyrir þá nemendur sem þar eru skráðir. 

 

Starfsdagur  fimmtudaginn 3. febrúar

Næstkomandi fimmtudag er starfsdagur og þá eru starfsmenn í ýmsum undirbúningi og umsjónarkennarar að undirbúa foreldraviðtöl.  

 

Foreldradagur  föstudaginn 4. febrúar  

Föstudaginn 4. febrúar er foreldradagur þar sem umsjónarkennarar hitta nemendur ásamt forráðamönnum. Tímapantanir fara sem fyrr fram í gegnum Mentor. Viðtölin fara að mestu leyti fram í heimastofum nemenda nema hjá 1. EIK þar sem viðtölin verða í einni heimastofu og í tónmenntastofunni.  Lengd hvers viðtals er áætluð um 15 mínútur nema annað hafi verið ákveðið. Að þessu sinni var einnig boðið upp á Teams viðtöl, sjá nánar í tölvupósti/vikubréfum frá umsjónarkennurum.  

Áherslan í viðtölunum er framvinda náms ásamt skólafærni og líðan. Nemendur fá afhent blað með niðurstöðu lesferils. Þess má geta að árangur í framvindu lesferils er mjög góður hjá langflestum börnum, í öllum árgöngum. Virkilega ánægjulegar niðurstöður.  

 

Covid-19  

Fjórar smitrakningar voru í mánuðinum og fóru um 50 nemendur og starfsmenn í sóttkví. Með nýjum reglum sem komu í vikunni um sóttkví eru þær úr sögunni.  

Sem fyrr er mikilvægt að brýna fyrir foreldrum að vera vel á verði gagnvart einkennum Covid og senda börn í sín ekki til skóla ef minnstu einkenna verður vart og fara með börn sín í sýnatöku. 

 

Heimasíða Stekkjaskóla 

Á heimasíðu skólans, http://stekkjaskoli.is  eru ýmsar fréttir úr skólastarfinu og hvetjum við forráðamenn að skoða hana reglulega. Þar er m.a. að finna skóladagatal skólans þar sem fram kemur að vetrarfrí er dagana 21. – 22. febrúar.