Nýjar reglur varðandi Covid-19

Í dag komu út nýjar reglur vegna Covid-19 en þær taka gildi á miðnætti. Reglurnar er að finna á vef Stjórnarráðsins www.stjornarradid.is. Þar má t.a.m. finna spurt og svarað vegna hinna nýju reglna. Það helsta er varðar skólstarfið er þetta:Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingar á reglum um sóttkví og smitgát sem taka gildi frá og með miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 25. janúar. Breytingarnar hafa ekki áhrif á reglugerð nr. 6/2022 um takmörkun á skólastarfi sem gildir áfram, til og með miðvikudagsins 2. febrúar nk.Frá og með miðnætti gilda eftirfarandi reglur um sóttkví og smitgát í tengslum við skólastarf:Leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfBörn á leik- og grunnskólaaldri, fædd 2006 og síðar, sem hafa orðið útsett fyrir COVID-19 sýkingu utan heimilis, t.d. í skólastarfi eða íþrótta- eða frístundastarfi, þurfa hvorki að fara í sóttkví né smitgát. Hafi þau hins vegar dvalið eða dvelja með einstaklingi í einangrun á heimili sínu þurfa þau að fara í sóttkví. Sóttkví vegna smitaðs einstaklings á heimili verður því áfram í gildi.Fullorðnir sem verða útsettir fyrir smiti utan heimilis, t.d. í skólastarfi, fara í smitgát. Í því felst að viðkomandi ber grímu í margmenni og þegar ekki er hægt að halda 2 metra fjarlægð, hvort heldur er úti eða inni og forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga ef þeir smitast af COVID-19. Smitgát varir í 5 daga og ekki þarf lengur í sýnatöku til þess að losna úr smitgát.Í gegnum faraldurinn hefur verklag við smitrakningu verið þannig að þegar smit hefur komið upp í skólastarfi þá hafa foreldrar/forráðamenn verið upplýstir um slíkt. Með þeirri breytingu sem tekur gildi nú þá breytist það, þar sem ekki verður lengur þörf á rakningu innan skóla og tilkynna foreldrar/forráðamenn einungis um veikindi barna.Hefðbundinni smitrakningu hættBreytingar þessar hafa í för með sér að hefðbundinni smitrakningu verður hætt í leik-, grunn- og framhaldsskólum frá og með miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 25. janúar. Sóttkví þeirra nemenda sem nú þegar eru í sóttkví fellur niður frá sama tíma uppfylli þeir skilyrði þess.Nánar um sóttkvíStafi sóttkví af því að nemandi var útsettur fyrir COVID-19 á dvalarstað sínum, s.s. á sama heimili, skal hann dvelja áfram í sóttkví. Stafi sóttkvíin hins vegar af því að nemandi umgekkst einstakling með COVID-19 utan dvalarstaðar, s.s. í skólastofu, mun sóttkví nemandans verða aflétt með reglugerðarbreytingunni. Á þetta aðeins við um börn fædd 2006 og síðar. Börn fædd 2005 og fyrr og fullorðnir fara þá í smitgát. sbr. þó undantekningu varðandi þríbólusetta (smit telur sem ein bólusetning) sem eru útsettir á heimili.Með reglugerðarbreytingunni verður ekki lengur heimilt fyrir einstakling í sóttkví að fara í skóla. Á hinn bóginn munu þríbólusettir (eða tvíbólusettir og með afstaðið COVID-19 smit) einstaklingar að jafnaði ekki sæta sóttkví heldur viðhafa smitgát og er foreldrum í slíkri stöðu heimilt að koma með barni í skólann.Reglugerðarbreytingin felur ekki í sér neina breytingu á skyldu einstaklinga með tengsl við Ísland og eru að koma frá útlöndum, til að gangast undir próf til greiningar á COVID-19. Á hinn bóginn hefur slík skylda ekki náð til barna á leik- og grunnskólaaldri, sbr. 4. mgr. 7. gr. reglugerðarinnar og stendur ekki til að breyta.Kennarar gæti áfram vel að sóttvörnumÍ minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að kennarar séu hvattir til að gæta vel að sóttvörnum, nota veiruheldar grímur og andlitshlífar sérstaklega ef þeir hafa ekki fengið örvunarskammt (þriðja skammt) bóluefnis. Full virkni örvunarskammts bóluefnis næst ekki fyrr en 14 dögum eftir bólusetninguna.Fólk er áfram hvatt til þess að vera áfram vakandi fyrir einkennum og fara í PCR-próf.Sjá einnig fréttatilkynningu heilbrigðisráðuneytis á vef StjórnarráðsinsNánari upplýsingarSkólastjórnendur veita upplýsingar um fyrirkomulag kennslu og sóttvarnir í hverjum skóla. Fyrirspurnum frá skólasamfélaginu um sóttvarnaráðstafanir í leik- og grunn- og framhaldsskólum og viðmið í ljósi COVID-19 má beina á netfangið covid19@mrn.is.Svör við algengum spurningumHér má finna nokkur svör við spurningum sem ráðuneytinu hafa borist í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á sóttkví og smitgát.1. Barnið mitt er núna í sóttkví – hvað gildir nú? Má barnið mæta í skóla- og frístundastarf á morgun?Já, nema barnið sé í sóttkví vegna smits á heimili.2. Barnið mitt er núna í einangrun – hvað gildir nú? Má barnið mæta í skóla- og frístundastarf á morgun?Nei.3. Barnið mitt er núna í smitgát – hvað gildir nú? Má barnið mæta í skóla- og frístundastarf á morgun?Já.4. Barnið mitt á að mæta í PCR á morgun – þarf það að mæta?Já, ef barnið er í sóttkví vegna smits á heimili. Ef ekki er samt æskilegt að barnið fari í PCR próf.