Uncategorized

Sinfóníutónleikar 

Miðvikudaginn 29. september heimsótti Sinfóníuhljómsveit Suðurlands alla 4. bekki í Árborg. Spilaði hljómsveitin fyrir nemendur nokkur skemmtileg lög, fluttu ævintýrið Lykilinn og nemendur sungu lagið Á Sprengisandi. Á tónleikunum kom 14 manna klassísk hljómsveit fram sem er smækkuð sinfóníuhljómsveit ásamt sögumanni og stjórnanda. Verkið Lykillinn sem er eins konar “íslenskur Pétur og úlfurinn”. Sagan segir frá stráknum Benna sem villist í þokunni ásamt hundinum Snata. Þeir lenda m.a. inni í girðingu hjá Geirmundi, mannýgasta nautinu í sveitinni og hitta álfastrák  inni í kletti. Allt fer vel að lokum þegar  þokunni léttir og amma og afi finna […]

Sinfóníutónleikar  Read More »

Stafir, form og mynstur 

Nemendur í 1. EIK unnu ýmis verkefni í liðinni viku. Unnið var með stafinn Íí og lagður inn stafurinn Aa og nemendur skrifuðu  hann í úrklippu- og verkefnabók. Í sögubók var unnið með ,,bestu” árstíðina okkar og í stærðfræði var unnið  með form og mynstur.   Í hverri viku er stuðst við lífsleiknibókina um Tíslu. Þar eru stuttar sögur þar sem unnið er með skóla- og félagsfærni og tilfinningar. Í kjölfarið skapast fróðlegar og skemmtilegar umræður. Í vikunni var lesin sagan Tísla fer í frímínútur sem tók á neikvæðri hegðun í frímínútum og unnið með hugtökin reiði og fyrirgefningu. Farið var í  Lyklakippuleikinn og Hver er undir teppinu og skemmtu allir sér konunglega.  Smiðjur voru bæði

Stafir, form og mynstur  Read More »

Heimsókn í LAVA setrið

Nemendur í 4. IM fóru í velheppnaða vettvangsferð í LAVA setrið á Hvolsvelli um daginn.  Farið var  upp á þak safnsins til að sjá hvaða eldfjöll sáust frá safninu. Því miður var skyggnið lélegt en þó sást aðeins til Vestmannaeyja. Síðan fengu nemendur kynningu á eldgosum og jarðskjálftum á Íslandi. Að henni lokinni var horft á fræðslumyndband

Heimsókn í LAVA setrið Read More »

Staða framkvæmda

Í dag heimsóttu skólastjórnendur byggingsvæðið að Heiðarstekk 10, ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fulltrúum frá mannvirkja- og umhverfissviði.  Framkvæmdir við Stekkjaskóla eru  á mikilli siglingu. Í vikunni var skólalóðin malbikuð og á mánudaginn hefst vinna við hellulögn og frágang lóðarinnar. Búið er að setja saman leiktæki sem fara á skólalóðina. Þegar undirstöður fyrir þau verða tilbúnar

Staða framkvæmda Read More »

Loftmyndir af framkvæmdum 

Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið undanfarnar vikur og mánuði á skólalóð Stekkjaskóla að Heiðarstekk 10 á Selfossi. Meðfylgjandi myndir tók Rúnar Sveinn Valgeirsson starfsmaður Auðlindar með dróna yfir verkstað 9. september síðastliðinn.   Auðlindin, atvinnu- og virkniþátttaka, hefur tekið að sér ýmis fjölbreytt verkefni fyrir stofnanir sveitafélagsins eins og þetta. Á yfirlitsmyndunum sést vel hvernig færanlegu kennslustofurnar

Loftmyndir af framkvæmdum  Read More »

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir

Síðastliðinn föstudag fóru stjórnendur Stekkjaskóla að skoða færanlegu kennslustofurnar að Heiðarstekk 10.  Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar Árborgar sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum gekk um svæðið með Hilmari skólastjóra, Ástrós Rún aðstoðarskólastjóra og Hildi deildarstjóra. Einnig voru með í för Atli Marel sviðstjóri, Óðinn umsjónarmaður fasteigna og Davíð Örn rekstrarstjóri, allir frá mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar.  Framkvæmdir eru vel á veg komnar og áætlað er að

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir Read More »

Fréttir frá Stekkjaskóla

Í dag, föstudaginn 3. september, var fyrsta fréttabréf Stekkjaskóla sent á forráðamenn nemenda. Þar munu birtast ýmsar fréttir um skólastarfið, ýmsar gagnlegar upplýsingar og hvað er helst framundan. Þess má geta að slóð inn á fréttabréfið verður jafnframt sett hér á heimasíðu skólans. Heimasíðan verður sem fyrr helsta upplýsingaveita skólans. Hugmyndin er að senda svona

Fréttir frá Stekkjaskóla Read More »