Uncategorized

Skólaakstur – Sandvíkurhreppur

Nemendur sem búa í Sandvíkurhreppi eru keyrðir í Stekkjaskóla og aftur heim í lok skóladags. Það er rútufyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson ehf sem sér um aksturinn.  Það eru þrír bílar sem keyra. Hér má sjá skipulagið. Þar kemur fram frá hvaða bæ/götu er keyrt fyrst á morgnana og klukkan hvað. Eftir skóladaginn fara bílarnir frá Stekkjaskóla/Vallaskóla …

Skólaakstur – Sandvíkurhreppur Read More »

Matseðill Stekkjaskóla

Veisluþjónusta Suðurlands mun sjá um matseld fyrir Stekkjaskóla þetta skólaár. Matráðar Stekkjaskóla munu koma að matseldinni ásamt því að sjá um ávexti, salatbar og starfsmannaeldhús. Hér má sjá matseðil fyrir ágúst – september.

Ýmsar upplýsingar – Bréf til forráðamanna

Fimmtudaginn 19. ágúst fengu nemendur og forráðamenn þeirra bréf frá skólastjórnendum skólans. Þar var farið yfir ýmsa þætti er varðar skólastarfið í upphafi skólaársins s.s. er varðar undirbúning starfsmanna, nemenda- og foreldraviðtöl fyrir 1. bekk og skólasetningu 2.-4. bekkja. Hér má sjá bréfið.

Skólasetning

Stekkjaskóli verður settur í fyrsta sinn þriðjudaginn 24. ágúst 2021  í frístundarheimilinu Bifröst við Vallaskóla. Nemendur 1. bekkjar (f. 2015) verða boðaðir ásamt forráðamönnum með fyrirfram ákveðnu fundarboði til umsjónarkennara mánudaginn 23. ágúst og þriðjudaginn 24. ágúst. Skólasetning 2.-4. bekkja fer fram þriðjudaginn 24. ágúst, á 1. hæð Bifrastar, og er einn forráðamaður heimilaður með …

Skólasetning Read More »

Starfsmenn mættir til starfa

Mánudaginn 16. ágúst mættu allir starfsmenn Stekkjaskóla til starfa í fyrsta sinn. Hilmar Björgvinsson skólastjóri bauð kraftmikinn starfsmannahóp hjartanlega velkominn. Hann nefndi að þetta væri söguleg stund nú þegar þriðji grunnskólinn á Selfossi tæki til starfa og sá fjórði í Árborg, sístækkandi sveitarfélagi. Ástrós Rún Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri ásamt Hilmari kynntu dagskrá starfsdaganna sem eru sex …

Starfsmenn mættir til starfa Read More »

Byggingaframkvæmdir á fullu

Á skólalóð Stekkjaskóla eru miklar byggingaframkvæmdir. Á sama tíma og verið er að byggja færanlegar kennslustofur sem verða teknar í notkun þann 20. september næstkomandi eru framkvæmdir við 1. áfanga framtíðarhúsnæðis Stekkjaskóla einnig í gangi. Það húsnæði verður tekið í gagnið haustið 2022. Meðfylgjandi myndir voru teknar af framkvæmdum í gær, mánudaginn 9. ágúst. Þess …

Byggingaframkvæmdir á fullu Read More »

Skólastarf Stekkjaskóla hefst í Bifröst – Bréf til forráðamanna

Skólastarf Stekkjaskóla mun hefjast í frístundaheimilinu Bifröst þetta skólaár. Eftirfarandi bréf var sent á foreldra í dag eftir að stjórnendur funduðu með starfsfólki sínu í morgun.   Kæru forráðamenn Bréf þetta er sent til ykkar til upplýsingar um stöðu framkvæmda við Stekkjaskóla. Því miður er orðið ljóst að húsnæði skólans og skólalóð verða ekki tilbúin …

Skólastarf Stekkjaskóla hefst í Bifröst – Bréf til forráðamanna Read More »

Fleiri kennslustofur

Í fyrrakvöld komu þrjú hús til viðbótar á skólalóð Stekkjaskóla. Þau voru síðan hífð á sinn stað í gær ásamt grindum í tengiganginn. Nú er verið að undirbúa sökkla fyrir næstu fjögur hús sem berast á verkstað eftir tæpar tvær vikur. Á meðfylgjandi myndum má sjá að miklar framkvæmdir eru á við færanlegu stofurnar og …

Fleiri kennslustofur Read More »

Fyrstu færanlegu skólastofurnar komnar

Þann 21. júní komu fyrstu færanlegu kennslustofurnar á skólalóð Stekkjaskóla. Stofurnar eru smíðaðar í Reykjavík af fyrirtækinu Snorri ehf. Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar þær voru nýkomnar á Selfoss og hvernig þær líta út í dag á sínum stað. Á næstu dögum  koma fleiri stofur. Mikil kraftur er í framkvæmdum á skólalóð Stekkjaskóla og í …

Fyrstu færanlegu skólastofurnar komnar Read More »