hilmarb

Stafir, form og mynstur 

Nemendur í 1. EIK unnu ýmis verkefni í liðinni viku. Unnið var með stafinn Íí og lagður inn stafurinn Aa og nemendur skrifuðu  hann í úrklippu- og verkefnabók. Í sögubók var unnið með ,,bestu” árstíðina okkar og í stærðfræði var unnið  með form og mynstur.   Í hverri viku er stuðst við lífsleiknibókina um Tíslu. Þar eru stuttar sögur þar sem unnið er með skóla- og félagsfærni og tilfinningar. Í kjölfarið skapast fróðlegar og skemmtilegar umræður. Í vikunni var lesin sagan Tísla fer í frímínútur sem tók á neikvæðri hegðun í frímínútum og unnið með hugtökin reiði og fyrirgefningu. Farið var í  Lyklakippuleikinn og Hver er undir teppinu og skemmtu allir sér konunglega.  Smiðjur voru bæði …

Stafir, form og mynstur  Read More »

Heimsókn í LAVA setrið

Nemendur í 4. IM fóru í velheppnaða vettvangsferð í LAVA setrið á Hvolsvelli um daginn.  Farið var  upp á þak safnsins til að sjá hvaða eldfjöll sáust frá safninu. Því miður var skyggnið lélegt en þó sást aðeins til Vestmannaeyja. Síðan fengu nemendur kynningu á eldgosum og jarðskjálftum á Íslandi. Að henni lokinni var horft á fræðslumyndband …

Heimsókn í LAVA setrið Read More »

Staða framkvæmda

Í dag heimsóttu skólastjórnendur byggingsvæðið að Heiðarstekk 10, ásamt sviðsstjóra fjölskyldusviðs og fulltrúum frá mannvirkja- og umhverfissviði.  Framkvæmdir við Stekkjaskóla eru  á mikilli siglingu. Í vikunni var skólalóðin malbikuð og á mánudaginn hefst vinna við hellulögn og frágang lóðarinnar. Búið er að setja saman leiktæki sem fara á skólalóðina. Þegar undirstöður fyrir þau verða tilbúnar …

Staða framkvæmda Read More »

Loftmyndir af framkvæmdum 

Miklar byggingaframkvæmdir hafa verið undanfarnar vikur og mánuði á skólalóð Stekkjaskóla að Heiðarstekk 10 á Selfossi. Meðfylgjandi myndir tók Rúnar Sveinn Valgeirsson starfsmaður Auðlindar með dróna yfir verkstað 9. september síðastliðinn.   Auðlindin, atvinnu- og virkniþátttaka, hefur tekið að sér ýmis fjölbreytt verkefni fyrir stofnanir sveitafélagsins eins og þetta. Á yfirlitsmyndunum sést vel hvernig færanlegu kennslustofurnar …

Loftmyndir af framkvæmdum  Read More »

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir

Síðastliðinn föstudag fóru stjórnendur Stekkjaskóla að skoða færanlegu kennslustofurnar að Heiðarstekk 10.  Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar Árborgar sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum gekk um svæðið með Hilmari skólastjóra, Ástrós Rún aðstoðarskólastjóra og Hildi deildarstjóra. Einnig voru með í för Atli Marel sviðstjóri, Óðinn umsjónarmaður fasteigna og Davíð Örn rekstrarstjóri, allir frá mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar.  Framkvæmdir eru vel á veg komnar og áætlað er að …

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir Read More »

Fréttir frá Stekkjaskóla

Í dag, föstudaginn 3. september, var fyrsta fréttabréf Stekkjaskóla sent á forráðamenn nemenda. Þar munu birtast ýmsar fréttir um skólastarfið, ýmsar gagnlegar upplýsingar og hvað er helst framundan. Þess má geta að slóð inn á fréttabréfið verður jafnframt sett hér á heimasíðu skólans. Heimasíðan verður sem fyrr helsta upplýsingaveita skólans. Hugmyndin er að senda svona …

Fréttir frá Stekkjaskóla Read More »

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru

Á mánudaginn fórum við í 4. bekk í heimsókn í Alviðru, sem er umhverfisfræðasetur Landverndar. Í Alviðru er gott safn af uppstoppuðum fuglum. Börnin fengu líflega fræðslu um muninn á sjófuglum, vaðfuglum og spörfuglum. Auk þess var hver fuglategund skoðuð vel og kannað hvort börnin þekktu þær. Margir lærðu nokkur fuglanöfn, s.s. jaðrakan, æðarfugl, snjótittling, …

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru Read More »