Dagur íslenskrar tungu
Haldið var upp á dag íslenskrar tungu með ýmsum hætti í Stekkjaskóla í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds. Nemendur í 1. bekk unnu t.d. með ljóð Jónasar; Buxur, vesti, brók og skó. Buxur, vesti, brók og skó, bætta sokka nýta, húfutetur, hálsklút þó, háleistana hvíta. Umsjónarkennararnir hengdu upp ýmsan klæðnað á þvottasnúru með skírskotun í ljóðið eins og sjá má á …