Fréttabréf til foreldra – skráning á vinnudag
Stjórnendur Stekkjaskóla senda að jafnaði fréttabréf til foreldra einu sinni í mánuði. Hér má sjá 4. tbl. skólaársins sem var sent út 10. janúar. Í fréttabréfi mánaðarins er m.a. sagt frá vinnudegi starfsmanna miðvikudaginn 12. janúar í tengslum við þróunarverkefnið ,,Að byggja upp lærdómssamfélag í nýjum grunnskóla“. Foreldrum er þar boðið að taka þátt. Sjá […]
Foreldrafélag Stekkjaskóla stofnað
Fimmtudaginn 16. desember síðastliðinn var stofnfundur foreldrafélag Stekkjaskóla . Fundurinn gekk vel fyrir sig og létt var yfir fundarmönnum. Hilmar Björgvinsson skólastjóri tók að sér fundarstjórn og Kristjana Sigríður Skúladóttir foreldri skrifaði fundargerð. Fyrst var farið yfir drög að lögum félagsins og þau samþykkt. Síðan var kosin stjórn félagsins. Pétur Aðalsteinsson var kosinn formaður og […]
Gleðilegt nýtt ár
Starfsmenn Stekkjaskóli óska öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir gott samstarf á nýliðnu ári. Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudaginn 4. janúar 2022. Skólarúta fyrir börnin í dreifbýlinu gengur samkvæmt áætlun. Við viljum minna foreldra og forráðamenn á að láta vita af veikindum eða öðrum leyfum. Ný sóttvarnareglugerð tók gildi á Þorláksmessu og […]
Matseðill janúarmánaðar
Hér má sjá matseðil janúarmánaðar.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Starfsfólk Stekkjaskóla óskar nemendum, forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða og þann hlýhug sem okkur hefur verið sýndur á þessum fyrstu mánuðum í rekstri skólans. Kennsla hefst á nýju ári þriðjudaginn 4. janúar 2022 samkvæmt stundatöflu. […]