Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill – október

By hilmarb | 5 október, 2021

Nemendur og starfsmenn eru mjög ánægðir með matinn sem þeir fá í skólanum. Hér má sjá matseðil októbermánaðar.

Nemendur Stekkjaskóla tóku þátt í  Ólympíuhlaupi ÍSÍ

By hilmarb | 2 október, 2021

Síðastliðinn fimmtudag, 30. september,  tóku allir nemendur Stekkjaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið fór fram á tjaldstæðinu við Gestshús og  á íþróttavallasvæðinu.  Minnst átti að hlaupa 2,5 km en mesta vegalengdin var 10 km. Samtals hlupu nemendur Stekkjaskóla 366 km sem er næstum því eins langt og að hlaupa frá Selfossi til Hafnar í Hornarfirði. Nemendur Stekkjaskóla voru ótrúlega duglegir að hlaupa og allir gerðu sitt besta. Hér má sjá nánar um Ólympíuhlaup ÍSÍ.

Gervigrasið komið á leikvöll Stekkjaskóla

By hilmarb | 2 október, 2021

Lóðaverktakar hafa verið að vinna á fullu í lóðinni í vikunni. Búið er að leggja gervigras á fótboltavöllinn, helluleggja og leiktækin eru væntanleg á lóðina. Það er  fyrirtækið PRO – garðar ehf sem sjá um lóðaframkvæmdir og stefna þeir á að ljúka sínum þætti í næstu viku. Meðfylgjandi myndir voru teknar síðastliðinn miðvikudag. 

Sinfóníutónleikar 

By hilmarb | 2 október, 2021

Miðvikudaginn 29. september heimsótti Sinfóníuhljómsveit Suðurlands alla 4. bekki í Árborg. Spilaði hljómsveitin fyrir nemendur nokkur skemmtileg lög, fluttu ævintýrið Lykilinn og nemendur sungu lagið Á Sprengisandi. Á tónleikunum kom 14 manna klassísk hljómsveit fram sem er smækkuð sinfóníuhljómsveit ásamt sögumanni og stjórnanda. Verkið Lykillinn sem er eins konar “íslenskur Pétur og úlfurinn”. Sagan segir frá stráknum Benna sem villist í þokunni ásamt hundinum Snata. Þeir lenda m.a. inni í girðingu hjá Geirmundi, mannýgasta nautinu í sveitinni og hitta álfastrák  inni í kletti. Allt fer vel að lokum þegar  þokunni léttir og amma og afi finna …

Sinfóníutónleikar  Read More »

Sjóminjasafnið og fjaran

By hilmarb | 26 september, 2021

Nemendur í 2.-3. ES fóru um daginn til Eyrarbakka þar sem Sjóminjasafnið var skoðað og farið í fjöruna. Ferðin tókst vel og allir hegðuðu sér með sóma.  Í fjörunni fundu nemendur  ýmsar lífverur svo sem klettadoppur, krabba, dauðan fisk og fallega steina og skeljar.