Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Fréttabréf foreldrafélags Stekkjaskóla

By hilmarb | 3 desember, 2023

Foreldrafélag Stekkjaskóla heldur úti öflugu foreldrastarfi. Meðal verkefna sem stjórnin hefur framkvæmt í vetur er aðalfundur  þann 12. september þar sem ný stjórn var kjörin, fræðsluerindi  í haust um skjánotkun barna og nú nýverið að gefa nemendum 1. bekkjar endurskinsvesti . Glæsilegt fréttabréf foreldrafélags Stekkjaskóla er gefið út reglulega og hér má sjá haustbréf félagsins. […]

Skertur skóladagur 21. nóvember frá kl. 13:00

By hilmarb | 20 nóvember, 2023

Þriðjudaginn 21. nóvember er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá um kl. 13:00.   Kennarar í Árborg verða með sameiginlega vinnu eftir hádegi þvert á skóla og hittast í öllum fjórum grunnskólum sveitarfélagsins eftir ákveðnu skipulagi.   Allir nemendur fara heim kl. 13:00 nema þeir sem eru í frístund.  Starfsmenn frístundar taka […]

Bókamessa og söngstund í Stekkjaskóla

By hilmarb | 16 nóvember, 2023

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember,  á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds (1807-1845). Haldið var upp á daginn í Stekkjaskóla með söngstund og bókamessu.  Allir nemendur skólans komu á sal í morgun og sungu fjögur lög við undirspil Leifs kennara. Síðan var bókamessa hjá okkur þar sem allir 226 nemendur skólans fengu að velja […]

Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn

By hilmarb | 9 nóvember, 2023

Góðir gestir heimsóttu Stekkjaskóla fimmtudaginn 9. nóvember.  Á ferðinni voru Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Teitur Erlingsson aðstoðarmaður ráðherra ásamt starfsmönnum ráðuneytisins þeim Þorsteini Hjartarsyni skrifstofustjóra og Viktori Berg Guðmundssyni sérfræðingi .  Með þeim var Heiða Ösp Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Stjórnendur gengu með gestunum um skólann og litið var inn í nokkrar kennslustundir […]

Íþróttakennsla hafin í hátíðarsal / fjölnotasal Stekkjaskóla

By hilmarb | 29 október, 2023

Þann 19. september var hátíðarsalur skólans tekinn í notkun. Salurinn er fjölnotasalur og eru þar m.a. kenndar íþróttir og jóga. Nemendur í 1.-2 bekk fá alla sína íþróttakennslu i fjölnotasalnum en eldri nemendur fara einu sinni í viku í íþróttahús Vallaskóla.