Fréttasafn
Fréttir frá Stekkjaskóla
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Starfsfólk Stekkjaskóla óskar nemendum, forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða. Kennsla hefst á nýju ári mánudaginn 6. janúar 2025. samkvæmt stundatöflu. […]
Jólastemmning desembermánaðar – framundan
Í desember er talsvert um uppbrot í skólastarfi Stekkjaskóla. Meðal þess sem er framundan er netöryggisfræðsla, kirkjuheimsóknir, tónleikar á sal, rauður dagur, rithöfundur heimsækir miðstig og hápunktur mánaðarins eru litlu jólin með stofujólum og jólaballi. Sjá nánar hér: Mánudagur 9.desember […]
Er barnið þitt vel upplýst í skammdeginu?
Er barnið þitt vel upplýst? Er það ekki örugglega að nota endurskinsmerki eða sýnileikavesti? Á þessum árstíma er mjög dimmt úti og því mikilvægt að öll börn séu vel upplýst með endurskinsmerkjum og/eða í sýnileikavestum. Endurskinsmerkjadagar í Stekkjaskóla Í síðustu […]
Viðburðarríkur skreytingardagur í Stekkjaskóla
Föstudaginn 29. nóvember var skemmtilegur skreytingardagur í skólanum. Nemendur og starfsmenn tóku sig til og gerðu ýmislegt jólaskraut og skreyttu stofurnar sínar og opin svæði. Í tilefni dagsins fengu allir nemendur kakó og piparkökur. Þennan dag var jafnframt söngstund í […]
Skertur dagur fimmtudaginn 21. nóvember
Fimmtudaginn 21. nóvember er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Hefðbundnum skóladegi lýkur þá kl. 12:00. Þennan dag eru grunnskólakennarar í Árborg og aðrir uppeldismenntaðir með sameiginlega dagskrá í Stekkjaskóla eftir hádegi. Ásta Kristánsdóttir hjá KVAN verður með fyrirlestur um […]
Bókamessa í Stekkjaskóla
Í dag 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar skálds (1807-1845). Í gær var haldið upp á daginn í Stekkjaskóla með okkar árlegu bókamessu. Markmið bókamessunnar er að vera með lestrarhvetjandi hátíð, fagna íslenska tungumálinu og gefa […]
Starfsdagur og foreldraviðtöl 4.-5. nóvember
Samkvæmt skóladagatali skólans er starfsdagur mánudaginn 4. nóvember og þriðjudaginn 5. nóvember eru foreldra- og nemendaviðtöl. Mánudaginn 4. nóvember er starfsdagur og því enginn skóli. Frístund verður þó opin fyrir þau börn sem eru skráð. Sjá hér. Þennan dag verða […]
Haustfrí 17.-18. október
Fimmtudaginn 17. október og föstudaginn 18. október verður haustfrí í grunnskólum Árborgar. Það verður því frí hjá nemendum Stekkjaskóla þessa daga og í frístundaheimilinu Bjarkarbóli. Gleðilegt haustfrí. Starfsfólk Stekkjaskóla
Haustþing kennara
Eins og fram hefur komið í vikubréfum kennara og á skóladagatali er starfsdagur næstkomandi föstudag, 27. september. Þennan dag eru kennarar og annað uppeldismenntað starfsfólk á Haustþingi kennarafélags Suðurlands. Haustþingið hefst á fimmtudaginn eftir hádegi. Á fimtudaginn lýkur skóla hjá […]