Gervigrasið komið á leikvöll Stekkjaskóla
Lóðaverktakar hafa verið að vinna á fullu í lóðinni í vikunni. Búið er að leggja gervigras á fótboltavöllinn, helluleggja og leiktækin eru væntanleg á lóðina. Það er fyrirtækið PRO – garðar ehf sem sjá um lóðaframkvæmdir og stefna þeir á að ljúka sínum þætti í næstu viku. Meðfylgjandi myndir voru teknar síðastliðinn miðvikudag.
Gervigrasið komið á leikvöll Stekkjaskóla Read More »









