Bleikur dagur í Stekkjaskóla 

Þann 13. október síðastliðinn var bleikur dagur í Stekkjaskóla þar sem nemendur og starfsmenn mættu í einhverju bleiku eða höfðu eitthvað bleikt á sér. 

Bleiki dagurinn er hápunktur Bleiku slaufunnar árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.  

Það var gaman að sjá bleika litinn sem var ríkjandi í Stekkjaskóla þennan dag. Á meðfylgjandi myndum má sjá nemendur og starfsmenn í hinum bleika tón. Þennan dag færðu stjórnendur skólans starfsmönnum litla þakklætisgjöf fyrir vel unnin störf  í krefjandi aðstæðum.