Nemendur Stekkjaskóla tóku þátt í  Ólympíuhlaupi ÍSÍ

Síðastliðinn fimmtudag, 30. september,  tóku allir nemendur Stekkjaskóla þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið fór fram á tjaldstæðinu við Gestshús og  á íþróttavallasvæðinu.  Minnst átti að hlaupa 2,5 km en mesta vegalengdin var 10 km. Samtals hlupu nemendur Stekkjaskóla 366 km sem er næstum því eins langt og að hlaupa frá Selfossi til Hafnar í Hornarfirði.

Nemendur Stekkjaskóla voru ótrúlega duglegir að hlaupa og allir gerðu sitt besta.

Hér má sjá nánar um Ólympíuhlaup ÍSÍ.