Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir

Síðastliðinn föstudag fóru stjórnendur Stekkjaskóla að skoða færanlegu kennslustofurnar að Heiðarstekk 10.  Sigurður Ólafsson deildarstjóri framkvæmda- og tæknideildar Árborgar sem hefur yfirumsjón með framkvæmdunum gekk um svæðið með Hilmari skólastjóra, Ástrós Rún aðstoðarskólastjóra og Hildi deildarstjóra. Einnig voru með í för Atli Marel sviðstjóri, Óðinn umsjónarmaður fasteigna og Davíð Örn rekstrarstjóri, allir frá mannvirkja- og umhverfissviði Árborgar.  Framkvæmdir eru vel á veg komnar og áætlað er að …

Stjórnendur Stekkjaskóla skoðuðu framkvæmdir Read More »

Fréttir frá Stekkjaskóla

Í dag, föstudaginn 3. september, var fyrsta fréttabréf Stekkjaskóla sent á forráðamenn nemenda. Þar munu birtast ýmsar fréttir um skólastarfið, ýmsar gagnlegar upplýsingar og hvað er helst framundan. Þess má geta að slóð inn á fréttabréfið verður jafnframt sett hér á heimasíðu skólans. Heimasíðan verður sem fyrr helsta upplýsingaveita skólans. Hugmyndin er að senda svona …

Fréttir frá Stekkjaskóla Read More »

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru

Á mánudaginn fórum við í 4. bekk í heimsókn í Alviðru, sem er umhverfisfræðasetur Landverndar. Í Alviðru er gott safn af uppstoppuðum fuglum. Börnin fengu líflega fræðslu um muninn á sjófuglum, vaðfuglum og spörfuglum. Auk þess var hver fuglategund skoðuð vel og kannað hvort börnin þekktu þær. Margir lærðu nokkur fuglanöfn, s.s. jaðrakan, æðarfugl, snjótittling, …

Heimsókn 4. bekkjar í Alviðru Read More »

Covid 19 – Sóttvarnir

Embætti landlæknis og Almannavarnir hafa sett saman ágætar leiðbeiningar um hvernig haga skuli sóttvörnum í grunnskólum. Þessa fyrstu daga skólaársins hafa grunnskólar sveitarfélagsins sloppið við smit. Ef smit koma upp geta þau kallað á sóttkví nemenda og starfsmanna. Í leiðbeiningum Landlæknis og Almannavarna eru kynnt ný hugtök og nýjar leiðir í því hvernig brugðist er …

Covid 19 – Sóttvarnir Read More »

Náms- og upplýsingakerfið Mentor

Stekkjaskóli notar náms- og upplýsingakerfið Mentor, www.infomentor.is Aðstandendur og nemendur eiga sitt heimasvæði sem er kallað Minn Mentor. Hver og einn fer inn á sinni kennitölu og lykilorði þar sem hægt að fylgjast með skólagöngu barnanna. Til að komast á heimasvæði er farið inn á heimasíðu Mentors www.infomentor.is og smellt á „Innskráningu“. Notendanafnið er kennitalan …

Náms- og upplýsingakerfið Mentor Read More »

Frístundaakstur

Frístundaakstur innan Selfoss hefst í dag, miðvikudaginn 25.ágúst. Frístundaakstur milli byggðarkjarna er áfram hluti af Árborgarstrætó. Frístundabíllinn ekur alla virka daga milli c.a. 13:05 og 16:30 samkvæmt tímatöflu og hefur það hlutverk að keyra börn milli grunnskóla, frístundaheimila og íþrótta- og frístundastarfs. Keyrt er að 20 manna bíl frá Guðmundi Tyrfingssyni ehf. sem er merktur …

Frístundaakstur Read More »

Fyrsta skólasetning Stekkjaskóla

Í dag, þriðjudaginn 24. ágúst, var fyrsta skólasetning Stekkjaskóla. Hún fór fram í frístundarheimilinu Bifröst þar sem skólastarfið hefst þetta haustið. Hilmar Björgvinsson skólastjóri flutti skólasetningarræðu þar sem hann lagði m.a. áherslu á mikilvægi góðra samskipta og að öllum líði vel í skólanum. Hann fór yfir nokkra áhersluþætti skólans s.s. er varðar teymisvinnu og teymiskennslu, …

Fyrsta skólasetning Stekkjaskóla Read More »

Skólaakstur – Sandvíkurhreppur

Nemendur sem búa í Sandvíkurhreppi eru keyrðir í Stekkjaskóla og aftur heim í lok skóladags. Það er rútufyrirtækið Guðmundur Tyrfingsson ehf sem sér um aksturinn.  Það eru þrír bílar sem keyra. Hér má sjá skipulagið. Þar kemur fram frá hvaða bæ/götu er keyrt fyrst á morgnana og klukkan hvað. Eftir skóladaginn fara bílarnir frá Stekkjaskóla/Vallaskóla …

Skólaakstur – Sandvíkurhreppur Read More »