Skráning í kór Stekkjaskóla
Skráning í kór Stekkjaskóla er í gangi þessa dagana. Kórinn er val nemenda í 2.- 4. bekk og eru allir hjartanlega velkomnir. Í vetur hafa verið óformlegar kóræfingar fyrir nemendur í þessum árgöngum til að kynna fyrir þeim kórastarf. Nú verða æfingarnar formfastari og aðeins fyrir þá nemendur sem verða sérstaklega skráðir í kórinn. Æfingarnar […]
Matseðill marsmánaðar
Hér má sjá matseðil marsmánaðar.
Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 28. febrúar – glitrandi dagur
Mánudaginn 28. febrúar verður alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma haldinn hátíðlegur um allan heim og verður Ísland þar engin undantekning. Félagasamtökin Einstök börn hvetja alla til þess að klæðast einhverju glitrandi þann dag og sýna með því stuðning í verki til þeirra sem lifa með sjaldgæfum sjúkdómum eða heilkennum. Nemendur og starfsmenn Stekkjaskóla ætla að taka þátt […]
Vetrarfrí 21. og 22. febrúar
Vetrarfrí verður í grunnskólum Árborgar í næstu viku, dagana 21. og 22. febrúar. Stekkjaskóli verður því lokaður þessa daga ásamt frístundarheimilinu Bjarkarbóli. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundatöflu miðvikudaginn 23. febrúar.
Fyrsti fundur skólaráðs Stekkjaskóla
Fyrsti fundur skólaráðs Stekkjaskóla var haldinn mánudaginn 7. febrúar. Hilmar Björgvinsson skólastjóri kynnti þar fulltrúa ráðsins, hlutverk þess og drög að starfsáætlun. Einnig var farið yfir drög að skóladagatali skólaársins 2022-2023 og stöðu framkvæmda við nýbyggingu skólans. Hér má sjá fundargerðina.