Matseðill nóvembermánaðar
Hér má sjá matseðil nóvembermánaðar.
Starfsdagur og foreldradagur, 1.-2. nóvember
Mánudaginn 1. nóvember er starfsdagur í Stekkjaskóla og þá eru starfsmenn að vinna að ýmsum verkefnum og umsjónarkennarar að undirbúa foreldraviðtöl. Einhver foreldraviðtöl eru jafnframt þennan dag eftir hádegi. Þriðjudaginn 2. nóvember er foreldradagur þar sem umsjónarkennarar hitta nemendur ásamt forráðamönnum. Viðtölin fara fram í Bifröst hjá 1. EIK og í Fjölheimum Tryggvagötu 23 (Gamla …
Verkefni í tónmennt
Nemendur í 2. og 3. bekk fengu það verkefni um daginn að teikna örugga staðinn sinn útfrá laginu Myndin hennar Lísu eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Verkin hanga til sýnis inni í tónmenntarstofu. Lagið Myndin hennar Lísu er búið að vera óopinbert lag mánaðarins nú í október, svo allir nemendur ættu að kunna að syngja það eða allavega þekkja það. Hér er linkur á undirspil, ef ykkur langar til þess að syngja lagið með börnunum. Myndin hennar Lísu Gult fyrir sól, grænt fyrir líf, grátt fyrir þá sem reka menn út í stríð. Hvítt fyrir börn, sem biðja um frið biðja þess eins að fá að lifa’ eins og við. Er ekki jörðin fyrir alla? Taktu þér blað, málaðu’ á það mynd þar sem að allir eiga öruggan stað. Augu svo blá, hjörtu sem slá hendur sem fegnar halda frelsinu á. Þá verður jörðin fyrir alla. Olga Guðrún Árnadóttir Við eigum mikla snillinga í skólanum okkar! Guðný Lára tónmenntakennari
Pizzubakstur, hópefli o.fl. hjá 1. EIK
Það var margt um að vera í námi og leik hjá nemendum 1. EIK í síðustu viku. Í vikubréfi umsjónarkennara, 22. október, stendur m.a. : Þessa vikuna lék veðrið við okkur og fórum við út í Gesthúsaskóg að leika í skóginum og fótbolta á vellinum. Nokkrir meira að segja lásu úti í skógi. Tveir hópar …
Bangsadagur og hrekkjavökudagur
Alþjóðlegi bangsadagurinn er miðvikudaginn 27.okt og þann dag mega nemendur Stekkjaskóla koma með einn bangsa sem passar í skólatöskuna og mæta í kósýgalla/náttfötum ef þeir vilja. Nemendum í 1.- 4. bekk er boðið á Bangsadiskó með Vallaskóla í íþróttahúsi Vallaskóla þennan dag. Föstudaginn 29.okt ætlum við svo að taka forskot á Hrekkjavökuna (e.Halloween) og mæta í grímubúningum (engin vopn eða aukahlutir leyfð), með vasaljós, sparinesti og fernudrykk (nammi, snakk og gos flokkast ekki undir sparinesti).