Stekkjaskóli – laus störf skólaárið 2022-2023
Vilt þú taka þátt í því að byggja upp sterka liðsheild í nýjum grunnskóla á Selfossi? Okkur vantar öfluga og metnaðarfulla starfsmenn sem búa yfir þekkingu, reynslu og áhuga á skólastarfi: Verkefnastjóri og kennari í upplýsingatækni Umsjónarkennarar Matreiðslumaður Húsvörður Stuðningsfulltrúar Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Í dag fer […]
Nýjasti grunnskólinn á Íslandi
Hundrað nemendur og þremur betur eru í Stekkjaskóla á Selfossi; nýjasta grunnskóla landsins. Starfið hófst í ágúst á síðasta ári og var fyrstu mánuðina í bráðabirgðahúsnæði í frístundaheimilinu Bifröst við Tryggvagötu. Er nú komið í klasa timburhúsa við Heiðarstekk á Selfossi sem eru á lóðinni þar sem verið er að reisa glæsilegt skólahús. Sjá nánar […]
Skóladagur Árborgar miðvikudaginn 30. mars – enginn skóli og engin frístund
Skóladagur Árborgar er haldinn annað hvert ár í Árborg og er fastur liður í starfsþróun og samvinnu skóla og skólastiga. Þar mætir allt starfsfólk grunnskólanna ásamt starfsfólki frístundaheimila, frístundaklúbba, félagsmiðstöðvar og ungmennahúss. Í ár verður skóladagurinn haldinn miðvikudaginn 30. mars í Sunnulækjarskóla. Hér má sjá nánari upplýsingar um daginn og dagskrána má sjá hér. Þema […]
Upplestrarhátíð Stekkjaskóla
Föstudaginn 4.mars var fyrsta upplestrarhátíð Stekkjaskóla haldin hátíðleg. Upplestrarhátíðin eða Litla upplestrarkeppnin eins og hún er oft kölluð er haldin árlega í 4.bekk í grunnskólum landsins og er einskonar undirbúningur fyrir Stóru upplestrarkeppnina í 7.bekk. Markmið upplestrarhátíðarinnar er að ná betri árangri í lestri, munnlegri tjáningu og framkomu. Upplestrarhátíðin hefur átt langan undirbúningstíma. Umsjónarkennarar 4.bekkjar […]
Skráning í kór Stekkjaskóla
Skráning í kór Stekkjaskóla er í gangi þessa dagana. Kórinn er val nemenda í 2.- 4. bekk og eru allir hjartanlega velkomnir. Í vetur hafa verið óformlegar kóræfingar fyrir nemendur í þessum árgöngum til að kynna fyrir þeim kórastarf. Nú verða æfingarnar formfastari og aðeins fyrir þá nemendur sem verða sérstaklega skráðir í kórinn. Æfingarnar […]