Haustfundur fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk
Mánudaginn 19. september kl. 17:00-18:30 verður haustfundur fyrir forráðamenn nemenda í 5. bekk. Erindi verða frá fjölskyldusviði Árborgar ásamt námsefniskynningu frá umsjónarkennurum. Við vonumst til að sjá sem flesta, enda frábær fræðsla í boði ásamt mikilvægri kynningu umsjónarkennara nú þegar nemendur eru að stíga sín fyrstu skref á miðstigi.Hlökkum til að hitta ykkur og eiga notalega […]
Nýr umsjónarkennari i 3.-4. bekk
Gunnar Hliðdal Gunnarsson grunnskólakennari hefur verið ráðinn sem þriðji umsjónarkennarinn í 3.-4. bekk. Hann hefur langan og góðan feril sem umsjónarkennari, síðustu árin í Grunnskóla Hveragerðis. Við bjóðum Gunnar hjartanlega velkominn í starfsmannahóp Stekkjaskóla. Eins og áður hefur komið fram fjölgaði nemendum mikið rétt fyrir skólabyrjun og mest í 3.-4. bekk. Þess vegna var ákveðið […]
Námsefniskynning fyrir forráðamenn nemenda í 2. bekk
Miðvikudaginn 21. september kl:8:10 að morgni, bjóða umsjónarkennarar í 2. bekk foreldrum nemenda í árgangnum að mæta í skólann með börnunum sínum á námsefniskynningu.
Umsjónarkennari óskast
Vegna fjölgunar nemenda auglýsum við eftir umsjónarkennara í 3.-4. bekk í 100% stöðuhlutfall. Stekkjaskóli – umsjónarkennari óskast Stekkjaskóli er nýr grunnskóli á Selfossi sem tók til starfa haustið 2021. Í Stekkjaskóla er lögð áhersla á teymiskennslu, teymisvinnu, tækni og nýsköpun, skapandi skólastarf, umhverfismál og jákvæðan skólabrag. Vegna fjölgunar nemenda auglýsum við eftir umsjónarkennara í 3.-4. bekk í 100% stöðuhlutfall. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið […]
Haustfundir / fræðsla og kynningar fyrir forráðamenn
Í næstu viku hefjast haustfundir fyrir forráðmenn. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 6. september fyrir forráðamenn nemenda í 1. bekk. Þess má geta að Skólaþjónusta Árborgar mun taka þátt í fundum í þremur árgöngum í skólum sveitarfélagsins, 1. árgang, 4. árgang og 8. árgang. Ákveðin samræmd fræðsla verður í hverjum árgangi. Dagsetningar fundanna verða eftirfarandi: 1. […]