Mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn
Góðir gestir heimsóttu Stekkjaskóla fimmtudaginn 9. nóvember. Á ferðinni voru Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra, Teitur Erlingsson aðstoðarmaður ráðherra ásamt starfsmönnum ráðuneytisins þeim Þorsteini Hjartarsyni skrifstofustjóra og Viktori Berg Guðmundssyni sérfræðingi . Með þeim var Heiða Ösp Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar. Stjórnendur gengu með gestunum um skólann og litið var inn í nokkrar kennslustundir […]
Íþróttakennsla hafin í hátíðarsal / fjölnotasal Stekkjaskóla
Þann 19. september var hátíðarsalur skólans tekinn í notkun. Salurinn er fjölnotasalur og eru þar m.a. kenndar íþróttir og jóga. Nemendur í 1.-2 bekk fá alla sína íþróttakennslu i fjölnotasalnum en eldri nemendur fara einu sinni í viku í íþróttahús Vallaskóla.
Starfsdagur 30. október – Foreldra- og nemendaviðtöl 31. október
Við minnum á að samkvæmt skóladagatali skólans er starfsdagur mánudaginn 30. október og þriðjudaginn 31. október eru foreldra- og nemendaviðtöl. Mánudaginn 30. október verður starfsdagur og því enginn skóli. Frístund verður þó opin fyrir þau börn sem nú þegar er búið að skrá. Sjá hér. Þennan dag verða starfsmenn í ýmsum undirbúningi s.s. fyrir foreldradaginn […]
Fræðslufundur um skjánotkun barna
Foreldrafélag Stekkjaskóla í samstarfi við foreldrafélag Jötunheima ætlar að efna til fræðslukvölds fyrir foreldra fimmtudaginn 26. október nk., kl. 20.00. Skúli Geirdal ætlar fjallar um skjánotkun og samfélagsmiðlanotkun barna. Sjá nánar hér. Hvetjum foreldra til að fjölmenna á fundinn um efni sem snertir okkur öll. Foreldrafélög Stekkjaskóla og Jötunheima
Skólastarf í Stekkjaskóla fellur niður þriðjudaginn 24. október – School is Cancelled on Tuesday, October 24th
Þriðjudaginn 24. október verður Kvennaverkfall og eru konur og kynsegin fólk hvatt til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf þann dag. Vegna kvennaverkfalls mun Stekkjaskóli ekki sjá sér fært um að halda úti kennslu þennan dag og mun skólastarf því falla niður 24. október. Sjá nánar bréf frá skólanum hér. Kærar kveðjur, skólastjórnendur Stekkjaskóla […]