Kór Stekkjaskóla

Í næstu viku hefjast æfingar hjá kór Stekkjaskóla. Kórinn verður fyrir nemendur í 4.-6. bekk og verða kóræfingar á fimmtudögum kl. 9:30-10:30. Kórstjórar verða:

  • Stefán Þorleifsson kórstjórnandi, tónlistarkennari og eigandi Tónsmiðju Suðurlands og
  • Alexander Freyr Olgeirsson gítarleikari, tónlistarkennari og forstöðumaður frístundarklúbbsins Klettsins

Stefán og Alexander komu í skólann í vikunni og  kynntu  fyrir nemendum í 4.-6. bekk kórastarfið.  Þeir sem vildu fengu skráningarblað og hægt verður að fá skráningarblað hjá umsjónarkennurum og ritara. Einnig er það hér með nánari upplýsingum. Allir áhugasamir nemendur í þessum árgöngum eru hvattir til að taka þátt.

Söngurinn gleður.